Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 22
276
Lífsviðhorf guðspekinnar.
IDUNN
hina ófullkomnu mannlegu sál að ímynd þeirrar frum-
myndar, sem guð geymir í huga sínum.
Fyrirætlanir guðs eru svo dásamlegar, að hann þarf á
sérhverju af oss að halda, á hvaða sviði sem sköpunar-
hæfileikar vorir liggja. Sumar sálir eru sérstaklega vel
til þess fallnar að verða heilagar. Þær eiga að leggja
til hugsanir, tilfinningar og tilbeiðslu, hrifningu og písl-
arvætti, sem vitni ber um náð og elsku guðs. Aðrar
sálir hneigjast aftur á móti að vísindalegum rannsókn-
um eða heimspekilegum heilabrotum. Er ætlast til að
þær uppgötvi náttúrulögmálin og smíði heimspekikerfin.
Hinar listrænu sálir eiga að leggja til Ijóð, myndastyttur
og tónsmíðar. Þær eiga að skapa úr steini eða tónum,
litum og hreyfingum, sem eiga að tákna dans guðanna.
Það, sem ætlast er til að margir láti í té, bæði konur
og karlar, er einkum elska til eiginkonu eða og eigin-
manns, barna, foreldra og vina. Þessi elska á að koma
fram í hugrekki, nærgætni og sjálfsafneitun. Hún á að
koma í ljós í ýmsum smávægilegum atvikum daglega
lífsins, í brosi eða handtaki, sem gefur öðrum kjark til
þess, að láta ekki hugfallast, en halda örugt áfram að
takmarkinu. Hver einasti maður verður að leggja til sinn
skerf. Fyrirætlanir guðs geta ekki fullkomnast fyr en
allir gera það með gleði. — Þannig sýnir guðspekin
hvernig guðlegur löggjafi vakir yfir heiminum og rás
viðburðanna, og að guðdómleg snilli breytir öllu í feg-
urð að lokum. Hvort sem vér nefnum þessa uppsprettu
alls guð eða eilíft lögmál, hvort sem vér samkvæmt
skapgerð vorri snúum oss til þessarar uppsprettu sem
föður eða sem eiskhuga, sem óumbreytanlegs náttúru-
lögmáls eða eilífrar fegurðar-uppsprettu — þá er þó
unt að greina eitt sameiginlegt einkenni, sem vér öll