Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 85
IÐUNN
Biblía stjórnmálamanna.
339
alið. Og vér megum ekki gleyma því, að hann hafði fyrir
augum markmið, sem var honum heilagt og hátt. Hann
þráði að sjá Italíu sameinaða og erlenda ribbalda rekna
úr landi. Bók sína endar hann með þessum orðum:
Vfirráð ribbaldanna er andstygð í augum vor allra. —
Ofsafenginn þjóðernissinni; merkilegt sambland draum-
óra og raunhyggju; maður, sem þrátt fyrir öll slægvizku-
ráð til annara, aldrei kunni að skara eld að eigin köku;
skáld, sem vildi vasast í stjórnmálum, en varð að láta
sér nægja að rita um þau bók; marglyndur hugsjóna-
maður klæddur í kaldrana-gervi — alt þetta var Niccolo
Machiavelli.
Á. H. þýddi lauslega.
Rúm og tími.
II. Sólmyrkvinn.
Skuggi tunglsins. Sólmyrkvar eru fátíðir og vekja
ávalt athygli manna. Nú í vor, 29. júní, varð almyrkvi á
sólu og hefir engum sólmyrkva verið slíkur gaumur
gefinn.
Myrkvi þessi hófst í Atlantshafi suðvestur af Bretlands-
eyjum og gekk yfir Wales, England, Noreg, Lappland,
Novaja Semlja, Síberíu, Aleutaeyjar og endaði austur
í Kyrrahafi, en deildarmyrkvi varð um alla Norðurálfu,
nokkuð af Austurálfu og Suðurálfu og víða um höf á
norðurhveli jarðar.
Stjarnfræðingar höfðu viðbúnað mikinn víða um Eng-