Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 72
326 Biblía stjórnmálamanna. IÐUNN og hann sá sér hag í því. Þetta var á allra vitorði, en eigi að síður tókst honum aftur og aftur að gera hátíð- lega samninga við menn, sem sumir hverjir ef til vill ekki höfðu einlægni að höfuðdygð, en voru þó að minsta kosti einlægari en hann. Það brást og sjaldan, að þeir er fram liðu stundir uppgötvuðu, að þeir höfðu verið gintir eins og þursar. Það var eitt af dularfullum fyrirbrigðum samtíðarinnar, hvernig hinum heilaga páfa tókst að hafa menn að ginn- ingarfíflum. Menn reyndu að skýra það út frá leikara- hæfileikum hans og heillandi persónuleik. Sendiherra Feneyja í Róm, Antonio Giustiniano segir, að þegar Alexander var að lofa einhverju, virtust orðin ekki koma frá vörum hans, heldur beint frá hjartanu. Og Machia- velli skrifar um hann: Alexander fékst aldrei við annað en að ginna menn; hann hugsaði aldrei um annað og hann fann ávalt ein- hvern til að ginna. Aldrei hefir nokkrum manni tekist að leggja meiri alvöruþunga í loforð sín eða hátíðleik í eiða sína. Og aldrei hefir nokkur maður kært sig minna um að halda orð og eiða. Það, að klækjabrögð hans hepnuðust að öllum jafnaði, kom til af því, að hann þekti mennina betur en flestir. — En Cesare Borgia var heldur enginn auli í þessum efnum. Af ótal svikum og fólskuverkum hans eru at- burðirnir í Sinigaglia kunnastir. Og einmitt þeir atburðir hafa sérstaka þýðingu í sambandi við Machiavelli. Hann var um þær mundir við hirð Cesare’s sem sendiherra ættborgar sinnar og var vitni að því, sem fram fór. Til skilningsauka verður hér að gefa dálitla skýringu. Þegar Cesare tók að færa út veldi sitt, átti hann fyrst og fremst í höggi við tvær aðalsættir: Colonna og Or- sini. Honum tókst þó að fá Orsini-ættina á sitt band
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.