Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 74
328 Biblía stjórnmálamanna. idunn dóms og stjórnhygginda. Fullur aðdáunar tók hann nú að grafast eftir fyrri afrekum hetjunnar. Tálbrögð hans og eiðrof, morð og hermdarverk — alt gróf Machiavelli upp og skýrði sínum skilningi; hann fann í því öllu stórum meiri djúpkænsku og slægvizku en efni voru til. Fortíð hetjunnar blasti við honum sveipuð dýrðarljóma. Og nú sneri hann sér að framtíðinni og sá í anda Cæsar hinnar ungu aldar, frelsara og höfðingja gervallr- ar Italíu. Hamingjan fylgdi þó ekki höfðingjanum. Eftir andlát páfans, föður hans, árið 1503, tók vegur Cesare’s að lækka. Dugur og hyggindi virtust horfin honum, hvort sem það nú stafaði af sjúkdómi þeim, er hann þjáðist af — »franska sýkin« gekk eins og Iandfarsótt yfir Evrópu um þessar mundir — eða orsakirnar voru aðrar. Það varð enginn Cæsar úr honum. Hann varð ekki gamall en lifði þó nógu lengi til þess að missa völd sín og mannaforráð. Engu betur gekk með metorðadrauma Machiavelli’s sjálfs heima í Florens. Flokkur sá, er hann fylgdi, varð undir. Medicea-ættin brauzt aftur til valda. Machiavelli var sviftur stöðu sinni og lagður á píslarbekk. Að lok- um var hann þó náðaður með því skilorði, að hann skyldi útlægur frá ættborg sinni. Svo bjó hann síðari hluta æfinnar á lítilli jörð, sem hann átti utan við borg- ina og dreif fátt á daga hans. Smáfórnum þeim á ölturu Bakkusar og Venusar, sem hann leitaði hugsvölunar í — á þeim er varla orð gerandi. Fyrst og fremst las hann, hugsaði og lærði. Machiavelli var djúphyggjumað- ur. Opinber starfsemi hans hafði fært honum marghátt- aða þekkingu og reynslu. Nú vildi hann vinna úr þessum efnivið, raða niður, tengja saman, hlaða sér skjólgarð traustrar lífsskoðunar. Fram á fertugsaldur hafði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.