Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 54
308 Jól. IÐUNN kirkju. Hún var ein þeirra tólf kirkna, er hann hafði gert — og sennilega honum kærust þeirra allra. — Dyr kirkjunnar höfðu verið færðar af gafli á hlið. En hurðir, hurðarjárn, skrá og hurðarhringur — sat óhaggað. Eg gekk inn í kirkjuna. — Henni hafði verið breytt í skemmu. Alt það, sem þykir óprýða heimili, ef úti liggur fyrir augum manna, var þarna saman komið. Á brott var altari og bekkir. Ég gekk inn í kórinn. Vfir reis dimmblá kirkjuhvelfingin. — Ég skygndist kringum mig. — Á gaflinum þóttist ég sjá móta fyrir altaristöflu. Það reyndist rétt við nánari skoðun. — Á vinstri væng töflunnar hékk hákarlsruða. — Á hægri væng töflunnar hékk ullarpoki. Hann var slitinn mjög og gubbaði og vall úrtýningi víðsvegar. Ég opnaði altaristöfluna. — Myndirnar kannaðist ég við. Þær voru af postulum Krists og báru þeir rauða og bláa kyrtla. — Mér leið illa. Hér virtist Kristur sjálfur úrelt æfintýr og postular hans óskilakindur, er nauðsyn bæri til að auðkenna. Hvernig var þessu farið? — Hafði ekki þetta hús verið vígt Drotni? Og hafði ekki þetta hús verið nefnt: Guðshús? Hafði Drotiinn nú afsalað sér eignarréttinum? — Eða hafði Drottinn tekið eitthvað í skiftum fyrir það? Hafði Guð sent ein- hvern til að gera kaupsamning þann fyrir sina hönd? Eða hafði Guð engu afsalað sér? — Ég hraða mér út úr kirkjunni. — Tek hest minn og ríð úr garði. — Ég geri ekki ráð fyrir að stíga fæti oftar í Fells- kirkju. — Guð blessi minningu hennar og þeirra bein, er að henni hvíla. Stefán frá fivítadal.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.