Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 16
270
Lífsviðhorf guðspekinnar.
IÐUNN
vér vinnum með honum, hafa verk vor eilífðargildi. Þetta
er sú sköpunarlist, sem vér eigum að læra. Hvert barn
getur lært þessa list. Þrátt fyrir alla galla og ófullkom-
Ieika vora á því stigi, sem vér nú stöndum á, gefum vér
nú þegar lært þessa list. Það er að eins eitt, sem er
nauðsynlegt: sú ráðvendni hjartans og sakleysi handar-
innar, sem talað er um í biblíunni. Vér verðum öll að
verða lífil börn, eins og Kristur sagði, ef vér eigum að
læra þessa guðlegu iðn. En hún lærist að eins með því,
að æskja engra launa fyrir unnið starf.
Ef til er nokkur erfðasynd, sem fylgir Adamsætt, þá
er það þessi meðfædda ósk um laun. \Jér viljum hljóta
viðurkenning fyrir fyrirhöfn vora, lof fyrir unnin störf
og að lokum himnaríkissælu fyrir að hafa þjónað guði.
Vér þorum ekki að vera ein með verkum vorum. Vér
viljum hljóta viðurkenning vina vorra, þakkir fjöldans,
og sjálfur drottinn á helst að brosa til vor. Vér fáumst
því að eins til að halda áfram vinnu vorri, að vér sjá-
um ávöxt af því, sem áður hefir verið gert. Ef vér höf-
um ekki von um einhver laun, kærum vér oss ekki um
að halda áfram starfinu. Hvers vegna ætti ég að leggja
á mig kvöl og þjáningu við að vinna eitthvert verk, ef
ég hefi engan hag af því? Þetta er það, sem oss hefir
verið kent frá barnæsku.
En þetta er boðskapur óhreinleikans. Sálin, sem er
neisti af guðdóminum, saurgast af öllu, sem verður til
að skilja hana frá heildinni. Sá, sem óskar launa, finn-
ur aðeins sjálfan sig aftur og aftur, í margskonar dul-
argerfum, en aldrei hugsjón sína.
Guð segir ekki: Þú mátt ekki æskja launa. Þvert á
móti, hann gefur oss þau, ef vér biðjum um þau. En
sérhver laun, sem vér öðlumst, eru að eins andlit sjálfra
vor með nýja grímu. Loks kemur sá dagur, að vér er-