Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 52
306 Jól. IÐUNN Á jólum er tíðagerð löng. — Ég lít út um kirkju- gluggann. Dimmblár næturhiminn fellur að rúðunum. í kirkjunni gætir ekki dagsljóssins framar — en log kert- anna lýsa fegurr en áður. Útgöngusálmurinn var sunginn. — Djákninn kemur í kórdyrnar og les útgöngubænina og Faðir vor. Svo gengur hann upp á kirkjuloftið og hringir söfnuðinn út úr kirkjunni. III. Nú er búist til heimferðar. Úti á hlaðinu að staðnum kveðjast allir. Fullorðna fólkið þakkar prestinum fyrir kenninguna, um leið og það kveður hann. Á er Iogn og glaða tunglskin og fögnuður manna er djúpur og tær. Engum hefði verið unt að óska sér fegurra jólaveð- urs en á var. Kollafjörður er fagur á heiðríkum vetrarkvöldum, þeg- ar klettabeltin í austurbrúnum liggja í forsælu, en tungl- skinsflaumur steypist niður með fram Líkárgljúfrum og svellbunkar allir ljóma og alt er silfur á að sjá. En feg- urstur er þó Klakkurinn á tunglskinskvöldum. Hann rís í suðri fyrir miðjum firði og minnir mjög á tröllslegt gaflhlað í gerð allri. Vestan undir honum stóð prests- setrið Fell en nokkru vestar gengur Steinadalur suður í fjöllin. Inn með Klakknum að austanverðu gengur Mó- kollsdalur. Frá fjarðarbotni upp að Klakknum er undir- lendi mikið. Þar skiftast á: grundir, eyrar og flóar. Framan af vetri er þarna venjulega óslitin svellabreið — töfrandi fagur tunglskinsóður. — Og svo var nú. Klakkurinn reis hátt upp í blámaheiðið stjörnum sett — miklu hærra en hin fjöllin. Hann virtist stjörnuni hærri. — Þær gægðust fram undan vöngum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.