Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 52
306 Jól. IÐUNN Á jólum er tíðagerð löng. — Ég lít út um kirkju- gluggann. Dimmblár næturhiminn fellur að rúðunum. í kirkjunni gætir ekki dagsljóssins framar — en log kert- anna lýsa fegurr en áður. Útgöngusálmurinn var sunginn. — Djákninn kemur í kórdyrnar og les útgöngubænina og Faðir vor. Svo gengur hann upp á kirkjuloftið og hringir söfnuðinn út úr kirkjunni. III. Nú er búist til heimferðar. Úti á hlaðinu að staðnum kveðjast allir. Fullorðna fólkið þakkar prestinum fyrir kenninguna, um leið og það kveður hann. Á er Iogn og glaða tunglskin og fögnuður manna er djúpur og tær. Engum hefði verið unt að óska sér fegurra jólaveð- urs en á var. Kollafjörður er fagur á heiðríkum vetrarkvöldum, þeg- ar klettabeltin í austurbrúnum liggja í forsælu, en tungl- skinsflaumur steypist niður með fram Líkárgljúfrum og svellbunkar allir ljóma og alt er silfur á að sjá. En feg- urstur er þó Klakkurinn á tunglskinskvöldum. Hann rís í suðri fyrir miðjum firði og minnir mjög á tröllslegt gaflhlað í gerð allri. Vestan undir honum stóð prests- setrið Fell en nokkru vestar gengur Steinadalur suður í fjöllin. Inn með Klakknum að austanverðu gengur Mó- kollsdalur. Frá fjarðarbotni upp að Klakknum er undir- lendi mikið. Þar skiftast á: grundir, eyrar og flóar. Framan af vetri er þarna venjulega óslitin svellabreið — töfrandi fagur tunglskinsóður. — Og svo var nú. Klakkurinn reis hátt upp í blámaheiðið stjörnum sett — miklu hærra en hin fjöllin. Hann virtist stjörnuni hærri. — Þær gægðust fram undan vöngum hans.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.