Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 82
336
Biblía sfjórnmálamanna.
IÐUNN
ef hættu ber að höndum. Á meðan þú gerir vel við þá
eru þeir alveg á þínu bandi, vilja alt í sölurnar leggja
fyrir þig, en — gáðu vel að því — ekki lengur en á
meðan alt þetta er áhættulaust fyrir þá sjálfa. Beri al-
varlega hættu að höndum, hlaupa þeir óðara undan
merkjum. — —
— — Mönnunum hættir miklu frekar til að gera á
hluta þeirra, sem þeir elska en hinna, sem þeir hafa
beyg af. Styrkasti þáttur velvildarinnar er þakklátsemin
— en svo aumir eru mennirnir, að ef eiginhagsmun-
irnir tog'a í hinn endann, slitnar þetta band að jafnaði
við fyrsta átak. Beygurinn, sem byggist á hræðslu við
hegningu, er ólíkt haldbetri taug.
En þótt valdhafinn kjósi fremur ótta en ást af hálfu
þegna sinna, verður hann að gæta þess, að ýfa þá ekki
1il haturs gegn sér. Það er vel hægt að vekja beyg án
þess að æsa upp hatur. En þá verður hann að láta
eignir þegna sinna eða meðborgara í friði.
Það má til að vera fyrsta stjórnar-meginregla hyggins
valdhafa, að seilast ekki eftir eignum þegnanna. Maður-
inn gleymir dauða föður síns skjótar en föðurarfinum. —
— — Svo ég komi aftur að úrlausnarefninu: elska
eða óttast — vil ég bæta við þessu: Mennirnir elska
eins lengi og þeim sjálfum gott þykir og ekki einni
mínútu lengur. En þeir óttast eins lengi og höfðingjan-
um gott þykir. Vitur þjóðhöfðingi byggir ekki veldi sitt
á því, sem veltur á geðþótta annara, heldur á því, sem
hann á undir sjálfum sér einum. —
Á þjóðhöfðingi að halda heit sín? Um það segir
Machiavelli:
Það liggur í augum uppi að æskilegt væri að hann
héldi orð sín og að framkoma hans öll væri laus við
hrekkvísi og undirferli. Samt sem áður höfum vér á