Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 10
264
Lífsviðhorf guðspekinnar.
IÐUNN
sterkasta ímyndunarafl dreymir ekki um þá vizku og
það frelsi, sem bíður vor. En fyrst og fremst verðum
vér að skilja nokkur grundvallaratriði. I fyrstu getum
vér ekki verið viss um að þessi grundvallaratriði séu
sönn; vér getum að eins viðurkent þau sem möguleika.
En vér verðum að athuga þau gaumgæfilega sem mögu-
leika og rannsaka þau eftir því, sem vér höfum vit á.
Ekki megum vér heldur verða óþolinmóð, þótt rann-
sóknin gangi seint. Rómaborg var ekki bygð á einum
degi. Hvernig getum vér búist við að hertaka himna-
ríki við fyrsta áhlaup? Ef svo auðvelt væri að eignast
sannleikann, þá mundi hann naumast vera mjög dýrð-
legur. Ef vér viljum öðlast skilning, verðum vér að vera
þolinmóð eins og fjallgöngumaður, sem er ákveðinn í
að ná efsta tindinum, hvað sem fyrir kann að koma.
Ein af sannindum guðspekinnar eru um skapandi
mátt mannsins. Manninum er ekki fyrst og fremst ætl-
að að njóta himnaríkissælu í návist guðs. Manninum er
fyrst og fremst ætlað að valda umbreytingum. Hann á
að breyta öllu umhverfi sínu og svo að lokum sjálfum
sér. Maðurinn er örlítill hluti af sólkerfi, sem ber í
skauti sínu hinar dýrðlegustu hugsjónir. Eins og gim-
steinninn, sem grafinn er upp úr jörðinni, þarf að slíp-
ast áður en hann er greiptur í hring þann, er síðan á
að skreyta yndislega hönd, þannig heldur heimurinn á-
fram að breytast og slípast eftir því sem aldirnar líða.
Alheimurinn hefir einnig sínar kröfur, libido. Guðdóm-
urinn, sem skapaði heiminn, hið eilífa lögmál, sem fram-
leiddi hið skapaða úr óskapnaðinum, lét heiminum í
té vaxtarlögmál breytiþróunarinnar.
Sönn lífsgleði byrjar þá fyrst, er vér skiljum að vér
eigum að valda umbreytingum í heiminum. Ef maðurinn
eygir aðeins skynsamlega þróunar-fyrirætlun á bak við