Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 61
ÍÐUNN
Stephan Q. Stephansson.
315
„Þegar einhver útlands króinn
ykkar rakar leiði gróin“.
En Stephan var ekki einn þeirra föðurlandsvina, sem
ekkert sjá nema gott í fari þjóðar sinnar og alt af slá
henni gullhamra. Hann gat verið all-bituryrtur í garð
Islendinga, þegar því var að skifta:
„Utföl myndu ýta þorra
ættarbönd við Sögu-Snorra,
ef þau væru virt til króna
vegin út og seld“.
Ekki var það heldur svo, að ást hans og samúð næði
að eins til hans eigin þjóðar. Hann unni ö/Ium einstakl-
ingum og þjóðum þeirra iifskjam, er veita fullkomnust
skilyrði til þroska.
„Oll veröld sveit mín er“
segir hann1 með sanni. Allir undirokaðir og hrjáðir, hvar
á hnettinum sem þeir voru, áttu þennan íslenzka bónda
að tryggum talsmanni. Sannleiksást hans og réttlætis-
tilfinning var svo sterk og hugrekki hans svo ótakmark-
að, að hann hikaði ekki við að segja til syndanna hverj-
um sem var, hvað sem í húfi var fyrir hann sjálfan.
Þegar Búastríðið geysaði, sagði hann, brezkur þegn,
við ensku þjóðina:
„Þá áttu helga heimting á
um höfuðglæp þinn níð að fá“.
Þá er heimsstyrjöldin stóð yfir, sagði hann meðal ann-
ars þessi orð, sem þrungin eru andstygð og fyrirlitningu:
„Evrópa er sláturhús, þar myrða þeir af móði
og mannabúka í spaðtunnurnar brytja í erg og gríð.
Við trogið silur England og er að hræra í blóði
með öllum sínum kaupmönnum og bæjargötulýð“.
Þegar íslenzkir hermenn komu heim til Kanada 1918,