Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 68
322 Vefarinn mikli frá Kasmír. IÐUNN leggja sögupersónum sínum þann veg orð í munn, að menn veittu þeim eftirtekt — og hefir heppnast það til hlítar. Hinsvegar verður engum höfundi gefin sök á því, þó mörgum lesendum sé svo farið, að þeir telja alt, er þeir geta eigi felt sig við í bókum, sem persónulega móðgun við sig frá hálfu höfundarins. III. Bókin ber það með sér að hún er rituð af höfundi, sem lifað hefir þroskaár sín í námunda við þá viðburði, sem valdið hafa meiri öldugangi og umróti en áður eru dæmi til í andlegum heimi einnar kynslóðar. Hann er með öðrum orðum eftirstríðsrithöfundur, hinn fyrsti í ís- lenzkum bókmentum, og um leið er söguhetja hans, Steinn Elliði, fyrsti eftirstríðsmaðurinn, sem leiddur hefir verið fram fyrir íslenzka lesendur. Hann er nútímamað- urinn, rótlaus og eirðarlaus, afsprengi hinnar miklu bylt- ingar, sem sýndi mannkyninu fram á fallvaltleik sfað- reyndanna og afhjúpaði veilurnar í þeirri menningu, sem margar kynslóðir höfðu lifað og dáið í trúnni á. Saga Steins Elliða er í rauninni ekki annað en sagan um baráttuna við þessar blekkingar, og lífsreynsla hans er lífsreynsla þess tíma, er gat hann af sér, tímabils hinna miklu afhjúpana. Sjálfur veit hann að »það er aumkvunarverður maður, sem ekki getur unað við neina blekkingu, því hann er alt of sterkur til þess að lifa meðal mannanna« (bls. 178). Jafnvel ástin, sem öllu sálarlífi hans er svo samtvinnuð, missir ljóma sinn, því »ástin takmarkast af kynferði. Astir eru óhefjanlegar yfir náttúruna« (bls. 179). I öllum hlutum rekur hann sig á takmarkanir, blekkinguna, uns þessi barátta hans skolar honum að lokum í faðm hinnar kaþólsku kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.