Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 68
322
Vefarinn mikli frá Kasmír.
IÐUNN
leggja sögupersónum sínum þann veg orð í munn, að
menn veittu þeim eftirtekt — og hefir heppnast það til
hlítar. Hinsvegar verður engum höfundi gefin sök á því,
þó mörgum lesendum sé svo farið, að þeir telja alt, er
þeir geta eigi felt sig við í bókum, sem persónulega
móðgun við sig frá hálfu höfundarins.
III.
Bókin ber það með sér að hún er rituð af höfundi,
sem lifað hefir þroskaár sín í námunda við þá viðburði,
sem valdið hafa meiri öldugangi og umróti en áður eru
dæmi til í andlegum heimi einnar kynslóðar. Hann er
með öðrum orðum eftirstríðsrithöfundur, hinn fyrsti í ís-
lenzkum bókmentum, og um leið er söguhetja hans,
Steinn Elliði, fyrsti eftirstríðsmaðurinn, sem leiddur hefir
verið fram fyrir íslenzka lesendur. Hann er nútímamað-
urinn, rótlaus og eirðarlaus, afsprengi hinnar miklu bylt-
ingar, sem sýndi mannkyninu fram á fallvaltleik sfað-
reyndanna og afhjúpaði veilurnar í þeirri menningu, sem
margar kynslóðir höfðu lifað og dáið í trúnni á. Saga
Steins Elliða er í rauninni ekki annað en sagan um
baráttuna við þessar blekkingar, og lífsreynsla hans er
lífsreynsla þess tíma, er gat hann af sér, tímabils
hinna miklu afhjúpana. Sjálfur veit hann að »það er
aumkvunarverður maður, sem ekki getur unað við
neina blekkingu, því hann er alt of sterkur til þess
að lifa meðal mannanna« (bls. 178). Jafnvel ástin, sem
öllu sálarlífi hans er svo samtvinnuð, missir ljóma sinn,
því »ástin takmarkast af kynferði. Astir eru óhefjanlegar
yfir náttúruna« (bls. 179). I öllum hlutum rekur hann
sig á takmarkanir, blekkinguna, uns þessi barátta hans
skolar honum að lokum í faðm hinnar kaþólsku kirkju.