Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 18
272 Lífsviðhorf guðspekinnar. IÐUNN Sakir sköpunarmáttar míns öðlast ég meðvitund um ódauðleik minn, og með sama hætti fæ ég vitneskjuna um guð. Þó vér lesum í helgiritum allra þjóða og kynn- um oss vitnisburði annara manna um guð, þá munum vér samt aldrei með því koma auga á guð. Vér finnum guð aldrei gegnum milliliði. Vér getum séð endurskin hans í þeim, en aldrei hann sjálfan. Eina leiðin er að leita hans í fylgsnum hjartna vorra. Þar er hann altaf. Hann er falinn í sorgum vorum og gleði, og hann hef- ir boðskap að flytja heiminum í gegnum sorg og gleði. Fyrir áhrif hrifninga og þrauta á ég að skapa listaverk það, sem leiðir í ljós tilgang hans. Eg þjáist fyrir mis- gerðir mínar í fortíðinni, en guð þjáist með mér. Og þjáningar mínar notar hann til að opinbera mér og öðr- um dálítið í viðbót af dásamlegum fyrirætlunum sínum. Eg öðlast þekkingu á guði með því, að helga mig sköp- unarverkinu. Eg þjáist ekki eingöngu vegna sjálfs mín, heldur líka vegna alls heimsins. Eg nýt sælu, ekki ein- göngu sjálfs mín vegna, heldur til þess, að heimurinn megi eignast meiri gleði. Það skiftir mig litlu hvaða nafni guð er nefndur, þegar ég er kominn þangað, sem alt hverfur annað en hinn eini veruleiki. Þegar ég er að skapa finn ég guð, eins og hinn mikli tónsnillingur Handel, meðan haun skapaði hið fræga listaverk sitt: »Messías«. Lýsing Hándels á ástandi sínu, meðan hann skapaði listaverkið, er á þessa leið: »Mér virtist ég sjá himnana opna og hinn mikla guð sjálfan«. A slíkum augnablikum, þegar vér eins og stöndum utan við sjálfa oss og það liggur við að vér berum lotningu fyrir vor- um eigin verkum, sjáum vér guð fyrir mátt innsæisins. Aftur og aftur hefi ég notað orðin: að skapa, til að lýsa hinum sanna tilgangi lífs vors. Svo mætti virðast sem ég geri ráð fyrir að allir menn séu gæddir sköp-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.