Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 81
ÍDUNN Biblía stjórnmálamanna. 335 sem virðast glæpsamir og háskalegir en leiða þó af sér velmegun og örygð. — Hvort er heppilegra, að þjóðhöfðinginn sé örlátur eða aðsjáll? Machiavelli gerir þá undir eins greinarmun á því tvennu: hvort um er að ræða mann, sem er á leið tii valda, eða mann, sem kominn er upp í valdastólinn. Þeim fyrnefnda skartar örlætið bezt; hinum er hentast að halda utan að sínu. — — Segi nú einhver, að gjafmildir valdhafar hafi komið miklu til leiðar, þá svara ég: Það er mikið undir því komið, hvað gefið er. Sé um að ræða eignir vald- hafans sjálfs eða þegna hans, er rétt að við hafa alla sparsemi. Sé það aftur á móti eignir útlendra eða her- tekinna manna, er örlætið aldrei of mikið. Því, sem ekki er þitt eða þegna þinna, getur þú ausið út tveim höndum. Það gerðu þeir Cyrus, Cæsar, Alex- ander mikli o. fl. Slíkt eykur hróður þinn. En að gefa þínar eigin eignir út um hvippinn og hvappinn er þér tíl skaða. Það er ekkert til, sem etur sig sjálft upp í Iíkum mæli og örlætið. Um leið og þú ástundar þessa dygð, missir þú getuna til að ástunda hana; þú verður fátækur og fyrirlitinn, eða — til þess að komast undan fátæktinni — ránfíkinn og hataður. — Hvort er betra fyrir valdhafann, spyr Machiavelli, að þegnarnir elski hann eða óttist? Og hann svarar: Bezt væri að þeir gerðu hvorttveggja. En þar sem þetta tvent fer sjaldan saman fullyrði ég, að hann sé miklu öruggari ef menn óttast hann, heldur en þótt þeir elski hann. Hann rökstyður það: Vér getum sagt um mennina alment, að þeir séu vanþakklátir, hviklyndir, undirförulir, gráðugir, huglausir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.