Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 7
IÐUNN
Stefán frá Hvítadal.
Þögnin hefir verið all-kaldranaleg um nafn Stefáns
skálds Sigurðssonar frá Hvítadal síðan hann andaðist nú
fyrir rúmu ári. Erum vér þá jafn-óminnugir á skáld
vor, eftir að þeir eru liðnir, eins og vér títt er-
um þeim vanþakklátir, meðan þeir lifa meðal vor?
Þó áttu íslenzkar nútímabókmentir merkilegan fuli-
trúa, þar sem Stefán var. Sem skáld hafði hann
ýmsa þá verðleika til að bera, sem gerðu hann
sjálfboðinn í virðingarsæti meðal höfunda sam-
tíðarinnar, hvort heldur hann bar þar að garði í
gervi förumannsins, einyrkjans eða trúskáldsins. Hann
flutti íslenzkri ljóðagerð nýjan áslátt, og list hans var(
gædd persónulegum töfrum, sem lét fáa íslendinga ó-
snortna, og síðan hann sendi út fyrstu ljóðabók sína,
1918, hafa nýir og nýir menn komið fram undir áhrifum
frá þessum töfrum. En ljóðum Stefáns hinum beztu var
yfirleitt svo farið, að þau eru mjög persónuleg, bundin
örlögum ákveðins manns, eða réttara sagt kend hans
um örlög sín. Beztu kvæði hans eru beinlínis sprottin
úr hans persónulega lífi, og honum bregzt bogalistin
helzt, þegar hann gerir sér far um að mynda sér hlut-
læga afstöðu gegn yrkisefninu, semja sig að hefð-
bundnum stíl, stílhefð. Þetta ber þó ekki svo að skilja,
•að form hans í þrengri merkingu bíði ! tjón í hinum
hefðbundnu ljóðum hans, stílfestan er ef til vill hvergi'
1
lðunn XVIII