Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 36
30
Framvindan og sagan.
IÐUNIST
moldviðri framsetningar hans er einkum talað um tvær
hugsanir, sem hér hafi orðið afleiðingadrjúgar.
Önnur hugsunin er sú, að lífið — eða andi tilverunnar,
sem Hegel telur eitt og hið sama — hafi fyrst verið afl,
sem enga meðvitund hafi haft um sjálft sig. Framruni
sögunnar er jiróun andans eða lífsins til sjálfsmeðvit-
undar og frelsis. Mannkynssagan greinir frá jiróun
mannssálarinnar til meiri og meiri vitundar og frelsis.
Hin hugsunin er fólgin í lögmáli heimspekingsins um
samruna andstæðnanna,*) sem hann heimfærir upp á
mannkynssöguna. 1 sérhverju formi menninganna er
fóigin pess eigin mótsetning, og hvort tveggja skapar
síðan þriðja fyrirbærið með samruna sínum. Auðvald
berst t. d. við sína eigin andstæðu; baráttan verður á-
kafari og ákafari, jiar til sprenging verður, ófriður og
bylting. Hin andstæðu öfl renna smátt og smátt saman
og fram kemur — ekki mótsetning auðveldisins, Ii. e.
jafnaðarmenska — heldur ríkisauðvald; byltingamaður-
inn verður auðvaldssinni fyrir hönd ríkisins.
Þessar hugsanir hafa leitt menn inn á margvislegar
leiðir, sem óhugsanlegt er að gera hér grein fyrir. En
af fyrri hugsuninni hafa t. d. sprottið margvísleg svör
um jiær aðferðir, sem lífið notaði til jiess að öðlast
meiri vitund og frelsi. Og margir hafa komist að jieirri
niðurstöðu, að mikilmennið, snillingurinn, væri svarið
við spurningunni um framrás mannanna. Frægastur
peirra er ef til vill Carlyle.**)
1 augum Carlyles er sagan um framför og afrek mann-
anna sama sem sagan um snillinginn, sem ávalt er að
*) Sbr. útúrsnúning lærisvcina H.: „borsti cr thesisinn, bjóiinn cr
antitlicsisinn, cn synthcsisinn llgtgur undir borðinu'M
**) Nietzsche leggur vitanlega hér einnig stórkostlcgan skcrf til mál-
anna, en greinargcrð fyrir skoðunum hans um pessi cfni mundi leiða
menn nokkuð afvega frá pvi, sem ætlast var til með ritgerð pessari.