Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 11
IOL’NN
Stefán frá Hvítadal.
5
Meðan Stefán dvaldi í Noregi varð hann fyrir áhrif—
um af norskum skáldskap, og gætir þeirra áhrifa eink-
um í fyrstu bók hans, Söngvum förumannsins (1918),.
meðal annars í vali bragarháttanna (Ibsen, Per Sivle o..
fl.), sem hann lagaði þó að vísu nokkuð í hendi sér, tiL
dæmis skifti hann þektum norskum bragarháttum í átta
línur eða gerði tilbrigði úr ferhyrndum stuttlínubrögum.
Ibsens, t. d. De siste gæster, — hrynjandi, sem hann
annars tók við miklu ástfóstri. Hættir hans í Söngvum
förumannsins voru heillandi nýjung í íslenzkri Ijóða-
gerð 1918, og fjöldi smærri skálda hefir síðan reynt að-
taka þá upp eftir honum, án árangurs. Þótt mál Stef-
áns væri íslenzka með afbrigðum, fögur og hrein, þá
lá allur 1 jóðstíl 1 Söngvanna utan innlendra takmark-
ana, hefðbundinna og þvældra, hann var landvinninga-
maður, flutti heim með sér nýja strauma, óvæntar hug-
myndasamstæður, framandi lagboða; hrifni hans af
norskum skáldskap var í þá tíma mjög sterk. Ég var
mjög ungur maður í þá tima, sem hann kom heim, og
kyntist honum 1918 í Unuhúsi, þar sem flest skáld
þjóðarinnar og listamenn voru heimagangar. Hann miöl-
aði mér þá ómótuðum og nýjungagjörnum af reynslu
sinni í listinni og þeim þroska, sem hann hafði aflað
sér á utanvistarárunum sem lærisveinn norskra meist-
ara. Það var eins og sólaruppkoma; ég mun æfilangt
minnast þeirra stunda með honum af djúpu þakklæti.
Hann hafði hlustir snillingsins á smávægilegustu list-
brögðin í skáldskap annara og kunni manna bezt að
færa sér í nyt kenslu þeirra lærifeðra, sem hann valdi
sér. Það er ekki efi á því, að ef hann hafði kannað fleiri
lönd, eins og þau birtast í verkum heimsmeistaranna,
mundi sá þroski, sem hann hafði þegar fengið í Söngv-
unum, hafa aukist og víkkað, ljóðagerð hans orðið rík-