Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 40
34
Fórn Jefta.
IÐUNM
Ég er foringinn Jefta, sem frelsaði ísraels pjóð.
Nú flýtur um sverðsblað mitt Ammónítanna blóð.
Ég er glæstasta hetjan frá Hesbon norður í Tób.
Ég er hraustasti sonur landsins, sem Jahve skóp.
Ég verð ástmögur lýðsins við Jabokk og Jórdan-strönd,
því Jahve lét mig vinna á ný hin týndu lönd.
; . . ■ ' ' . j
Ég er foringinn Jefta, sem Jahve hefir sigurinn veitt.
1 Jahza var lið hans óvina sverðseggjum deytt.
I kvöld verð ég hyltur af lýðnum við Hösias-gröf
meðan Hermon-gnúpur vefur sig í hin blárökkvu tröf.
Og Súlamít fagra, dóttir inín, mér danzar við hlið
meðan döggin svalar liljublómum og olíuvið.
Israels voldugi guð! Ég hef heitið að helga þér
þann, sem hleypur fyrst út úr Gíleað-borg til að þjóna mér.
Hann skal brenna á heilögu altari á Okka tind,
meðan austrænar laufkrónur speglast í skógarlind.
Og önd hans skal fljúga með golunnar þögula þyt
til þín, sem gafst Hesbon-tjörnum hinn bláa lit.
Nú koma þeir út. Heyr þann bjöllu- og bumbu-sláttt
Borgin opnast. — Ég skelf. — Ég fæ hjartaslátt. —
Súlamít, barnið mitt! Skjálfandi ég skart mitt ríf.
Ég hef skift við Jahve. — Ég seldi þitt unga líf.
Ö, dóttir, þú bliknar sem nýsprottið nardusblóm,
þegar náttsvalinn þýtur og birtir því líflátsdóm.
Ég leyfi þér, dóttir, að ganga á hin grýttu fjöll
og gráta burt líf þitt í klettanna svörtu höll.
í sextigu daga skal mosinn teyga þín tár,
meðan tunga þín kveður þann himin, sem leiftrar blár.