Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 88
82
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNM
tunglkomur, happa- og óhappa-daga. — Gunnar er að:
sínu leyti alveg eins merkileg persóna og ísak í Markens
Gröde, enda farnast honum ekki síður með sínar tvær
konur; en Hagalín hefir af glettum sínum gefið óvið-
jafnanlega skopmynd af pessum merkis-búhöldi og
fyrirmyndar ættföður.
1 Mannlegri náttúru notar Hagalín á ný uppáhalds-
mótív sitt, siglingu í ofviðri, til pess að reyna þolrifin í
körlum sínum, vestfirzku sjómönnunum. Misjafnlega,
eftir upplagi, innræti og aldri, standast þeir raunina,,
sem tveggja daga barátta við storm, ís og reiðan sjó<
leggur þeim á herðar. Sumir gefa sig lítt, aðrir bogna
og klökkna. Skapið verður þungt, hugurinn meyr, bænir
og lærdómskver komast á gang. i stuttu máli: skips-
höfnin er á góðum vegi með að missa móðinn. Hér
þarf skjótra ráða og góðra, ef duga skal..
„Til skipverja kallaði Skúli snjalt:
„Skreiðist þið fram úr bælum;
heitt er í víti, þótt hór sé kalt„
og hættið þið öllum skælum."
Svo leysti Grímur Thomsen vandamálið á sinni tíð.
Hagalín leysir það öðru vísi. Hann lætur skipstjóra
ekki fara í neinn rosta, heldur leita lags; fangaráð hans
verður að segja körlunum sögur til að lyfta þeim u])p.
Sögurnar eru um kvenfólkið, um mannlega náttúru;
sumir ritdómarar kölluðu þær klámsögur. Og einum
skipverja, þeim, sem hafði lærdómskverið að lífakkeri,
þótti sögurnar ganga guðlasti næst. En karlarnir færð-
ust í aukana, og skipinu var borgið. Og skipstjóra fanst
að lokum „full ástæða til að þakka guði fyrir, að
mannleg náttúra er eins og hún er — og ég er nú að
vona að hann gefi það, að meðan ég lifi, verði náttúran
náininu ríkari. “