Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 81
IÐUNN
Guðmundur Gíslason Hagalín.
75
höfn tvo sólarhringai í blíðasta veðri. En pá er honura
líka nóg boðið; hann grýtir vitleysisglasinu og siglir
upp á eigin spýtur.
Eins og augljóst er af þessu dæmi, hefir Hagalín
fyrst lært að segja sögur með reglulegum humor, eft-
ir að hann fór að fást við sjóarana sína. Þessa gáfu,
sem er honum eiginleg, hefir hann síðan þroskað svo,
að í síðustu bók hans er hún mikið meginatriði stílsins.
V.
En víkjum aftur að sjómannasögunum. í þeim tveim
■dæmum, sem nefnd voru úr fyrstu og annari bók Haga-
iins, sáum vér karlana andspænis afurðum nýja tím-
■ans, nýja skipstjóranum og barómetinu.
1 þriðju bók sinni:. Vestati úr fjördum eða Melakóng-
urinn (1924), gerir Hagalín fyrstu alvarlegu tilraun sina
«1 þess að bera saman gamalt og nýtt og gera upp
i'eikningana. Um leið er þetta fyrsta tilraun hans til
að skrifa fullviða sögu. Sú tilraun hefir ekki heppnast
með öllu. Fundið var að því við hann, er hann byrj-
•aöi hvern kapítula með náttúrulýsingu. Lakara er það,
aö manni virðist sagan endabrend, og mun það koma
til af því, að baráttu ungu kynslóðarinnar er of lítið
iúm ætlað í bókinni. Af sömu ástæðu finst manni
jafnvægi sögunnar raskað, hallað á yngri kynslóðina,
þótt hún beri sigur af hólmi. Sannleikurinn er sá, að
Hagalín er á bandi Melakóngsins. Hann er flestum
kostum búinn, sem mann geta prýtt, fastur í rásinni,
hreinn og beinn, glaður og reifur, glettinn og lund-
léttur eins og Hagalín sjálfur og hefir Heljarslóðar-
°rustu á hillunni. Þá dáist hann ekki síður að konu
hans, er aldrei lætur undir höfuð leggjast að ýta við
bónda sínum, þegar henni finst hann úrræðalítill eða