Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 35
3ÐVNN
Framvindan og sagan.
29
stríðið í Bandaríkjunum, er barist er um siðferðilegt
mál — hvort heimilt skuli vera að nota þræla til vinnu.
Hagfræðis-skýrendur neita því, að barist hafi verið um
þetta mál. Benda þeir á það, máli sínu til stuðnings, að
•afnámsmönnum þrælahalds hafi ekkert orðið ágengt í
Norðurríkjunum, meðan þeir fluttu mál sitt á siðferðis-
legum grundvelli (þcir voru að þvi komnir að hengja
Garrison ílBoston fyrir skrif og ræður um þrælahald).
Lincoln sagði sjálfur, að hann hefði ekkert skift sér af
þrælahaldinu, ef hann hefði getað varðveitt friðinn með
þvi móti. En ófriðurinn varð vegna áreksturs milli Norð-
ur- og Suður-ríkjanna út af fjárhagsmálum. Norðurríkin
höfðu komið sér upp stóriðnaði og höfðu sett á háan
verndartoll. Suðurríkin þurftu að kaupa iðnaðarvörur
allar að, og kröfðust þess að fá að kaupa þær á hag-
feldustum markaði, þ. e. í Evrópu. Og þegar þau fengu
ekki létt af tollinum, þá sögðu þau sig úr sambandinu.
Um þetta var barist. „Hugsjónir" beggja aðila voru
slæður til þess að hylja með nekt hagfræðislegra stað-
reynda. Marx-sinnar, sem sjálfum sér eru samkvæmir,
telja öllum pólitískum „hugsjónum" svo farið — þar
á meðal sínum eigin.
Um allar þessar mismunandi skýringar, sem nú hafa
verið taldar, má svo að orði kveða, að mannsins sjálfs
sé þar að engu getið — maðurinn sé ekkert annað en
leikhnoðri, sem margs konar öfl þeyti á milli sín, hvort
sem þau öfl séu tengd við vilja guðdómsins, erfðir
kynþátta, landfræðisleg einkenni eða staðreyndir hag-
fræðinnar. Pegar þessa er gætt, er ekki furða, þótt fram
hafi komið enn ein heildarskýringin — hin sálfrœdislegn
söguslcýring. Er taliö að sú skýring hafi fyrst náð sér
verulega niðri fyrir áhrif frá heimspeki Hegels. Og í