Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 76
70
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNN
Markens Gröde, þar sem hann að dómi Hagalíns hefir
fundið frumeðli sínu, bóndanum í sér, fullnægju.
„Markens gröde er óendanlegur lofsöngur til dýrðar
vinnunni og hinu fábrotna lífi. Starfsgleðin og ununin
af pví að sjá ávöxt sinna eigin verka spretta upp úr
•auðum jarðvegi eru hin eina hamingja lífsins. Lífið,
þrungið starfsgleði, gefur vaxtarþránni hreina og hvíta
vængi. Lífið, fábrotið og eðlilegt, gefur hugsjónunum
nægilegt svigrúm. Lífið í samræmi við náttúruna, háð
vetri og sumri, gefur vorþrá og sólarsýn í svörtu
myrkri, og þetta þrenna og þríeina skapar hamingju á
jörðu hér.“
Hér hefir Hagalín augsæilega fundið guðspjall, sem
honum þykir þess vert að boða. Meira um skoðanir
hans og hugsjónir fáum við að vita í merkilegri grein í
„Austanfara" 21. júlí 1923, Rithöfundamir og pjódin.
Eins og nafnið bendir til, íhugar hann hér, hvað þjóðin.
eigi að gera með höfunda sína, og hvað þeir eigi að
gera fyrir hana, og hvernig þeir eigi að koma fram
áhugamálum sínum.
„Aldrei hefir fólkinu legið eins mikið á leiðtogum
eins og nú, á þessum upplausnartímum, sem óhjá-
kvæmilega fara í hönd, þegar langþráðu marki pólitísks
sjálfstæðis er náð og menn óvissir, hvert halda skuli.
Skáldin eiga nú að gerast leiðtogar, þeir verða því að
finna Ieiðina. Og þeir verða að finna hana á vísinda-
legan hátt, ef svo mætti að orði komast, ekki eins og
andinn inngefur þeim og ekki eins og margar raddic
hrópa handan yfir hafið. Þeir verða að finna leið, sem
er í samræmi við þjóðarsálina.“
Og til þess eiga þeir „að fara inn í hvert hús, inn á
hvern bæ, inn í hvert hreysi, kenna þjóðinni með því
að draga fram kosti hennar og galla, en einkum með