Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 47
iðunn Reiersen á „Suðurstjörnunni". 41
Þessi stúlka hét Pálína. . . .
Ojá, nú voru þessar vinkonur hans dreifðar víðs veg-
ar, ein var dáin, önnur í Ameríku, þriðja gift. Og af
Reiersen sjálfum var svo að segja ekki annað eftir en
eins konar tákn endurminninganna. Pálína var enn þá.
hérna í Voginum, ógift eins og forðum. En þegar hún
fyrir nokkrum árum varð fyrir því slysi að missa annað.
augað, „frelsaðist" hún, og nú mátti ekkert veraldlegt
nærri henni koma. Svona endaði það í henni veröld. En
fyrir Reiersen hafði það endað með konu og fimm börn-
um í Ofoten. . . .
Klukkan var orðin eitt. Eftir stundarkorn myndu sjó-
fuglarnir vakna. Reiersen geispaði hátt og leit til lofts.
Jú, það var bezt að skríða í bólið, livað gat liann annað
gert, útslitinn maðurinn, hann var of gamall til alls
hvort sem var. Á morgun átti' fiskþvotturinn að byrja,
það mundi koma fólk um borð, karlmenn og kvenfólk í
sjó-stígvélum og skinnklæðum, þar á meðal ungar
stúlkur með freknótt og hlæjandi andlit, ósviknar Evu-
dætur. Reiersen kannaðist við þær.
Og þessi hæruskotni fjölskyldufaðir stalst til að.
spegla sig sem allra snöggvast í áttavitaglerinu áður
en hann skreiddist niður í litla, daunilla básinn, sem
hann kallaði káetu, og lagðist til svefns.
III.
Bátar koma fram að skipshlið snemma ;morguns.
Reiersen gengur um gólf á þilfarinu, húsbóndi á sínu
heimili, uppábúinn, með haglega snúna hárkeðju yfir
niagann. Vildi hann fá þvottastúlkur? Jú, þvottastúlkur
vildi hann fá. Það var talað um kaupið, settar fram
kröfur. Sjóararnir höfðu tekið upp þanþ leiða ósið að
Þjarka við mann eins og Reiersen. Þeir heimtuðu sex