Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 106
100
Hið hempuklædda árásarlið.
IÐUNN
pjóðfélagsins, alveg eins og kenningar hans. Það pykir
sérstaklega gott og heiðarlegt verk að vara við þeim
og gera þá tortryggilega, alveg eins og hann. Og að
síðustu má segja J>að sumum kommúnistum til verð-
ugs hróss, að þeir eru töluverðir orðhákar, alveg eins
og hann.
Það fer alls ekki vel á því, að menn úr árásarliði
kirkjunnar séu að brigsla kommúnistum um það, að
þeir vinni góðu málefni lítið gagn. Kirkjan sjálf hefir
þar miklu svartari samvizku. Benjamín játar það meira
að segja, að kirkjan hafi upphaflega verið kommúnistisk
stofnun. „Góð meining enga gerir stoð,“ og pað er
kirkjunni til lítils sóma að gera þessa játningu, þegar
svo er komið, sem komið er. Nú telur kirkjan það sitt
hlutverk að sætta menn við sinn deildan verð og halda
þeim rólegum með fáránlegu, innihaldslausu „snakki"
utan og neðan við veruleikann. Hún predikar frið
— frið í tíma og ótíma. En þessi „friður" kirkjunnar
er að eins því skilyrði bundinn, að ekki verði hróflað
við hlutföllum hins borgaralega skipulags. Sá „friður"
byggist á því, að hinn sterki sitji á rétti þess, sem
minni máttar er. Það er friður, sem kemur því til
leiðar, að öreigarnir standa sundraðir og dreifðir og
„tönnlast og tyggjast innbyrðis".
Borgarastéttin telur ekki meira óþokkaverk unnið
heldur en ef öreigunum er bent á hina þjóðfélagslegu
afstöðu þeirra. Slíkt heitir á máli borgaranna og
kirkjunnar að „sá sæði hatursins og öfundarinnar í
hjörtu fólksins". Þess vegna þarf borgarastéttin að hafa
hönd í bagga með þróun hugarfarsins, svo „spillingar-
öflin“ nái ekki að festa rætur. Þetta verk vinnur kirkj-
an. Og ef meira þarf með, þá er árásarliðið sent af stað.