Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 9
IÐUNN
Stefán frá Hvítadal.
í
Það er oft talað um bölsýni Stefáns, en mér finst
ekki með réttu hægt að nefna þann mann bölsýnan, sem
í blíðu og stríðu tekst að forða verðmætum sínum frá
gengishruni; þjáningar hins sjúka manns eru eitt af
því fáa, sem virðast lítil takmörk sett, en bölsýnn er
að eins hinn lífsþreytti maður, sem hefir glatað öllum
sínum verðmætum og veit sér ekki athvarf. Við lestur
á ljóðum Stefáns má ekki gleymast, að hér er skáld,
sem sá ekki glaðan dag á heilbrigðs manns vísu eftir
að hann komst á fullorðins ár. En hann veit alt af í
kröm sinni tvenn verðmæti, og lofsyngur þeim, og
þannig kemst hann aldrei á vald þess sljóleika, sem
einkennir bölsýni hins lífsþreytta. Bikar lystisemdanna
er honum alt af jafn-eftirsóknarverður á aðra hönd
sem kaleikur frelsarans á hina. Hann trúir bæði á þenn-
an heim og annan í þjáningu sinni. Leiði heimsmannsins
gagnvart sérhverju verðmæti finst ekki í Ijóðum hans,
aftur á móti eru þar bersýnst andóf hins sjúka náttúru-
manns við þjáningu sinni, hann er bóndamaður í eðli
sínu. Hann ann sem sagt heimslystunum í öllum sínum
sígildu íslenzku myndum: sigla á fleyi, sofa í meyjar
faðmi, teygja vakran hest o. s. frv., hann elskar börn
sín og konu, jörð sína og afrakstur hennar, land sitt í
fegurð og nytsemd, hesta sína og gang þeirra, vorið
með sól þess og sælu, guðina, sem vaka yfir jörð hans
og lífi, ásamt þeim klukknahringingum, kertaljósum og
sálmum, sem mennirnir láta upp stíga til þessara guða;
— framandi gagnvart hinum nautnþreytta lífsleiða
heimsmannsins lofsyngur óspiltur bóndamaðurinn þessu
öllu jafnt; það er honum alt jafn-heilagt. Árstíðirnar
eru jafn-glögt markaðar í ljóð hans eins og í almanak.
Norrænn vetur hvílir með tvöföldum þunga á hinum
sjúka manni, vetrarmyrkrið þjarmar að honum sem