Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 74
'68
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNN
kærleik og mannúð ærið vatnsblandin og kýs sér heldur
reiðilestur meistara Jóns. Kjark, kraft og sjálfstæði á að
■ala upp í ungum mönnum, en ekki sauðmeinlausart
mannkærieik, að maður nefni nú ekki meinlætakenning-
ar þær, sem stundum hafa fylgt kristnum dómi.
Þótt Hagalín hafi aldrei haft miklar mætur á „ten-
dens“-skáldskap, þá lætur hann Sæmund hér tala sem
spámann fyrir sinn eigin munn, eins og sjá má af
greinum hans um trúmál og kirkju í „Austurlandi".*)
Kirkjan þykir honum lítt nýt; og óhæfa að ala hana á
landsins kostnað; hann er orðinn sárleiður á „blessaðri
mannúðinni", sem prestar og rithöfundar hafa keppst við
að boða. Ekki líkar honum betur boðun annars heims í
anda spíritista (sbr. Himncibréfið). Hann er ákveðinn
þessa heims maður og þess vegna boðar hann karl-
mensku, ofurmenni Nietsches og hetju íslendingasagna.
— Hefndin er slíkum manni nauðsynleg: „1 mínum *
augum — segir söguhetjan LJlfur — er hún að einsfull-
næging eðlisins. Eðli sínu breytir enginn eins' fljótt og'
höfð eru fataskifti, á afneitun þess verða flestir að
ræflum. Hefndin er því nauðsynleg. Hún heldur jafn-
væginu í sál mannsins. Og jafnvægið er það, sem gerir
manninn að sjálfstæðri persónu. Sá, sem það hefir til
að bera, hræðist ekki neitt, skortir ekki styrk til neins.“
Eftir þessari lífsspeki ætlar Úlfur sér að lifa og verða
hólpinn. En þegar á hólminn kemur og hefndin er hon-
um í lófa lagin, þá rennur hann. Hann finnur, að hann
muni ekki vera nógu sterkur til að halda jafnvægi sínu
eftir hefndina. Ekki kann hann heldur að fyrirgefa. Svo
styttir hann sér aldur.
Hvað er það þá, sem svo hefir veiklað vilja Úlfs á
úrslitastundinni? Svarið er á reiðum höndum: „Öldum
*) 23. og 30. okf., 13. og 27. nóv. 1920, 27. ág. 1921.