Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 136
130
Bækur.
IÐUNN
ungasögum, einkum Snorra — Heimskringlu. Skoðun hans á
Islendingasögum er kannske einkum fengin fyrir þekkingu
hans á þeim, og má nokkuð af þessum skoðunum marka,
hversu alvarleg gloppa var í bók Liestöls, þar sem hann
slepti konungasögunum. Því svo segir Nordal (bls. LX):
„mín eigin niðurstaða, af athugun einstakra sagna og þró-
un íslenzkrar sagnaritunar yfirleitt, er í stuttu máli sú„
ad engin snga, sem vér peklcjum. nú, sé í letur fœrV l sömu
mynd og hiin hefir verifi sögd. P etta er bersýni-
I e g t u m konungasögur, þar sem vér sums staðar
getum fylgt þroska hinna rituðu sagna stig af stigi. Erc
sama máli gegnir um lslendingasögur, þótt með mismun-
anda hætti sé. Pœr eru lika verk sagnaritara, höfunda, sem.
unnic hafa úr efninu og sett svip sinn á frásöguna
II.
Nákvæmlega sama skoðun á íslendingasögum kemur líkai
fram í hinni merku doktorsritgérð Einars Ó/afs Sveinssow-
ar: U m N jálu. I.
Þessi ritgerð er til þess skrifuð að sanna, að Njála sé
„ein listarheild, sköpuð af einuin manni á ákveðinni stund.
og stað“.
Þetta er að vísu ekki ný kenning, og hafa ýmsir fræði-
menn, jafnvel á síðari tímum, haft svipaðar skoðanir, trú-
að því t. d„ að Njála væri verk eins höfundar, eins og hún
nú er til vor komin. Hitt hefir þó verið almennara álit
fræðimanna frá því um miðja 19. öld eða svo, að Njála
væri ekki verk eins höfundar, nema að því leyti, 'að sá
maður, er síðast fór höndum um hana, hafi i raun réttri
sett hana sainan úr tveim eða fleiri eldri ritum. Hafa menn
þózt geta greint — auk smærri þátta eins og Kristniþátt-
ar og Brjánsþáttar — einnig tvo meginkafla í Njálu:
Ounnarssögu og Njálssögu, sem upprunalega mundu hafa
verið góðar sérsögur frá því á gullöld sagnaritunarinnar
(um 1200), en bræddar saman í heild af „höfundi" NjálU'
um 1300.
Einar rekur að sjálfsögðu allar hugmyndir fræðimanna
um tilorðningu Njálu, og fær niðurskipun efnisins í ritgerð>
haris allmikinn blæ af því, að hann neyðist til að hrekja
það, sem hann kallar „viðauka-kenningu" fræðimannanna lið>