Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 102
*Ö6
Hið hempuklædda árásarlið.
IÐUNN
♦
•en gott. En við getum oft ekki skilið, hvernig hann stjórnar
lífi okkar og hvers vegna við þurfum að þola alls konar
.mótlæti. Við eigum að beygja okkur í auðmýkt undir ráð-
stafanir Guðs og fela allan okkar hag gæzku hans og speki.“
Það er bara þó nokkuð sniðugt að kenna guði um
• alt það böl, sem ófullkomleiki mannlegra skipulagshátta
leiðir af sér. Og sérstaklega fer vel á þessu af því, að
;■ guð verður ekki gerður ábyrgur fyrir axarsköftum sínum.
1 áttunda kafla bókarinnar, um bænina, segir svo:
„Við eigum líka að biðja með aiiömjúku og hlýdnu hug-
arfari. Við eigum að minnast þess, að við erum syndug,
'Og að alt sem Guð gerir fyrir okkur, er óverðskulduð náð,
— — Við eigum líka að minnast þess, að Guð veit betur
■ en við sjálf, hvað okkur er fyrir beztu, og beygja okkur
vundir vilja hans.“
Svo mörg eru þau orð.
Við skulum minnast fátæku konunnar, sem örbirgðin
■ hefir beygt svo, að hún neyðist til að biðja guð í allri
:sinni auðmýkt um einhvern jólaglaðning handa börnum
sínum. Ef hún verður ekki bænheyrð, þá er það alveg
augljóst mál, að drottinn lítur svo á, að henni sé það
fyrir beztu að fá ekki neitt. Og það á hún að þakka og
bera í auðmýkt. En verði hún hins vegar bænheyrð,
þ. e. a. s., ef drottni þóknast að láta einhvern erindreka
sinn henda í hana jólapakka, þá má hún svei mér
herða sig að þakka fyrir þessa miklu og óverðskuld-
uðu náð.
1 níunda kaflanum, um Faðir vor, fáum við þessar
upplýsingar:
„Þegar fátækur maður biður Guð að gefa sér daglegt
brauð, þá minnist hann þess, að hann á ríkan föður á
himnum, og treystir honum til að annast um sig og hjálpa
: sér. — Þegar ríkur maður biður þá bæn, þá minnist hann