Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 104
98
Hið hempuklædda árásarlið.
iðunn:
metið að verðleikum starfsemi kirkjunnar í þágu mann-
félagsmálanna.
Kommúnisminn er orðinn ákaflega viðkvæmt mál
mörgum skikkanlegum borgurum nú á siðustu tím-
um. Forráðamenn þeirra og andlegir leiðtogar, þ. á. m..
klerkarnir, eru búnir að hræða þá svo rækilega og
lengi á þessari grýlu, að þeir hrökkva í hnút af skelf-
ingu í hvert sinn sem þeir sjá einhvers staðar djarfa
fyrir mannrænni hugsun. Jú — þá er bölvaður ekki
sen kommúnisminn á ferðinni! Alls staðar þarf hann
að reka fram trýnið og raska svefnró og næturfriði
hinnar taugaveikluðu borgarastéttar.
Það er nú ekki til mikils mælst, þótt þess sé krafist
af Benjamín Kristjánssyni, að hann dæmi kommúnista.
eftir sömu reglum og kirkjuna.
Hann skrifar — og strikar undir orðin:
„Kirkjan verður að dæmast eftir frumsannindum sínum,.
eftir þeim hugsjónum, sem liggja til grundvallar fyrir
henni."
Ég er nú ekki viss um, að aðstaða kommúnista yrÖi
svo afleit, ef kirkjan og borgarastéttin vildu vega þá.
á þess háttar vog, þ. e. a. s. meta þá eftir „frum-
sannindum“ þeirra. Jafnvel B. Kr. neyðist til að viður-
kenna, að hugsjónir þær, sem liggja til grundvallar
baráttu þeirra, séu „kærleiki til mannanna og brenn-
andi löngun til að ráða bót á meinum þeirra“. Þetta.
eru hans eigin orð. Og þar sem B. Kr. vill láta fyrir-
gefa kirkjunni alla hennar glæpi, af því að „frum-
sannindin” eru svo fögur, þá hlýtur hann að skilja
það, að honum ber — jafnvel þótt hann sé foringi í.
árásarliði kirkjunnar — að slá striki yfir alt það, sem
honum finst miður fara um hátterni kommúnista, sem
hafa slík „frumsannindi" að baki sér. En hann virðist