Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 139
IÐUNN
Bækur.
13í
efnum hljóta að breytast allstórkostlega. Sem dæmi má
taka lögfræðina í Njálu. Heusler og F. Jónsson ætla, að
hún hafi í sumum atriðum geymt forn lög — úr munnmæl-
um. Einar neitar því, að svo muni vera. Svona mætti
lengi telja, en hér skal staðar numið.'
111.
Þorkell Jóhannesson: Die Stellung der
f r eien Arbeiter i n 1 sland b is zur
M itt e d es 16. Jahrhunderts. E. P.,
Briem, Reykjavík, Levin & Munksgaard, Kopen-
hagen 1933. 256 bls.
Þótt Islendingar hafi frá fornu fari þózt sögumenn miklir„
þá er litið um sögurit af því tæi, sem þetta rit er. Islend-
ingar hafa fyrst og fremst verið persónusagnaritarar, þeir
hafa horft á einstaklingana, æfisögur þeirra eða einstök at-
vik í sögu þjóðarinnar. Af þessu tæi er Sturlunga, Árbækur
Espólíns, Jón Sigurðsson, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Þessi bók geymir enga persónusögu, en hún rekur út úr
moldviðri hehnildanna suma þætti þjóðlifsins svo skýrt og
greinilega, að vér getum fylgt þeim sem leiðarhnoða niður
í gegn um aldirnar. Hún gefur skýrt yfirlit yfir þjóðarbú-
skapinn og þjóðarliaginn frá öndverðu til miðju 16. aldar. Á
þessum skýra bakgrunni teiknar hún svo nánar kjör hins
frjálsa verkafólks á sama timabili. En þótt það sé aðalvið-
fangsefni bókarinnar, þá er sá kafli hennar ekki eins vel
skrifaður eins og yfirlitið um þjóðarbúskapinn, sem má
kalla meistaralega gert, stutt, skýrt og greinilegt. Þetta er
eðlilegt: Þar, sem um aðalviðfangsefnið var að ræða, varð
höf. að beita vísindalegri nákvæmni, tilfæra það, sem
hann fann, til skaða fyrir byggingu bókarinnar. Verður
honum þvi ekki láð slíkt.
Sögu þjóðarbúskaparins frá fyrstu tið til 1600 skiftir höf-
i þrjú tímabil: Landnámsöld 874—930, öld landbúskaparins
930—1300 og öld sjávarútvegsins frá 1300—1600.
Þar, sem höf. lýsir landnámsöldinni, getur hann þess, að
erfiðleikar hennar hafi kent öllum mönnum, æðri sem
lægri, að vinna; og þetta muni hafa verið orsök þess, að'
lýðfrelsi og jafnrétti rótfestist á Islandi, þar sem stétta-
skifting þróaðist í nágrannalöndunum.