Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 121
IÐUNN
Orðið er laust.
Stuttar greinar
eftir Halldór Kiljan Laxness.
LEIKHÚSIÐ. I sumum beztu leikhúsum heimsins, þar
sem aldagamlar leikmentarerfðir eru ráðandi og leikar-
arnir hafa jafnvel notið Jijálfunar frá barnæsku, þykir
samt ekki of mikið í lagt að æfa einn leik hundrað
sinnum, áður en hann er sýndur opinberlega. Leikhús-
menn segja, að ekki sé gerandi ráð fyrir skennnra en
fimm ára þjálfun fyrir byrjanda, áður en honuin sé full-
trúandi fyrir dálitlu hlutverki. Leiklistin er ákaflega
frek á tíma og krafta, og höfuðóvinur hennar er við-
vaningshátturinn.
Mér er sagt, að á árunum, þegar NorÖmenn voru að'
koma upp sínu þjóðleikhúsi, hafi verið tíðkað að aug-
lýsa í blöðum eftir fólki til að leika. í siömentuðum
bæ má sennilega takast að ná einhverjum árangri á
þennan hátt, en þó að eins með einu skilyrði, og það er
ströng leikstjórn. Guðmundur Kamban sýndi það hér
1927, hvað hægt er að komast með viðvaningum undir
sterkri, kunnáttusamri leikstjórn. Sýningar hans voru
prófsteinn á íslenzkan listþroska á þessu sviði, sem
ljósast kemur fram í því, að ekki hefir verið minst á
Guðmund Kamban í sambandi við íslenzkt leikhús
síðan. Ég er sannfærður um, að það mundi draga hina
ungu íslenzku leiklist drjúgt, ef Leikféiag Reykjavíkur,
eða einhver annar leikflokkur, hefði sinnu á því að
útvega sér hæfan leikstjóra. Islenzka ríkið, sem nú er