Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 53
IÐUNN
Reiersen á „SuðUrstiörnunni“.
47'
hann hugsar með sér: F>að er ykkur vel unt, missið'
bara ekki móðinn. En Pálína sagði ekki neitt.
Það var líka gömul venja, að „plattararnir“ fengi ó-
keypis veitingar, meðan á verkinu stóð. Ókeypis veit-
ingar? Ha-ha — jú, Reiersen ætlaði að minnast þess~
Nei, pað var nú einmitt pað, sem hann hafði ákvarðað
með sjálfum sér, að pað skyldi ekki vera neinar ókeypis
veitingar í ár. Hér var það hann, sem réði.
— Pálína! kallaði hann. Ég parf að tala við ,pig í.
byrginu.
Pálína kom upp úr lestinni og fylgdist með skip-
stjóranum niður í káetu.
— Þú varst sú eina, sem ekki neitaði að fara um
borð, sagði skipstjórinn; ég ætla að sjá það við þig.
— Þér skuluð engu kosta upp á mig, svaraði hún.
En Reiersen vildi nú einmitt kosta upp á hana. Það-
var ekki sá hlutur til i eigu hans, sem væri of góður
handa henni. Matsveinn, kveiktu upp og hitaðu kaffi!
Sjálfur kom skipstjórinn með brennivín og hagldabrauð,
og pað var eins og Pálína væri komin til veizlu.
— Þegar pú kemur aftur niður í lestina, getur þú
sagt stelpunum, að Reiersen skipstjóri hafi ekki tekið,
slorlega á móti pér, segir hann.
Þau skáluðu og undu sér vel, Reiersen klappaði
henni á öxlina. Hún stóð upp og vildi fara aftur til.
vinnu sinnar.
— Sittu róleg, sagði hann, við skulum hvíla okkur
hérna ofurlitla stund. Það er hvort sem er síðasta skiftið-
sem ég kem hingað til að purka fisk.
— Er pað mögulegt? spurði hún.
Reiersen kinkar kolli:
— Siðasta skiftið.