Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 148
142
Bíekur.
IÐUNfí
Slíkir kaflar eru þó næsta fáir í bókinni. Velflest það,.
sem þarna er sagt frá siðustu árum, er þannig, að hugsandi
menn varðar um það, hvar sem þeir búa á landinu. Hafnar-
fjörður er islenzkur bær og alla íslendinga varðar um lif
manna þar, atvinnulegt og menningarlegt. Og þegar Sig-
urður segir sögu Hafnarfjarðar á liðnum öldum, þá fer
hann þannig með, að frásögnin hefir víða mikið gildi fyrir
alt landið. Hann kann þá list að láta einstaka atburði varga
ljósi yfir ástandið í heild. Svo er t. d. um söguna um Hólm-
fast. á Brunnastöðum. Ég hefi ekki heyrt eða séð hana
sagða annars staðar svo, að gleggra og átakanlegra komi
í ljós ástandið á þeim tíma, andlegt og efnalegt.
Hvergi tekst Sigurði meistara betur upp en þar, sem-
hann segir frá Iífshögum manna og lifnaðarháttum. Dvelur
hann víða alllengi við þau efni, og er það skýlaus kostur,.
því að of Iítið hefir þess þáttar sögunnar gætt í sögubók-
um vorum flestum.
Hjá því verður ekki komist í bók eins og þessari, að
ýmsir kaflar séu þar nokkuð þurrir aflestrar. Hitt gegnir
furðu, hve víða höfundurinn hefir náð lífi í frásögnina, hve
vel honum hefir tekist að snúa snubbótta búta saman, svo
að úr verði samfeldur strengur. Hann hefir lagt geysi-
mikla vinnu í verkið. Það er engin smáræðis dyngja af
skjölum, sem hann hefir orðið að pæla í gegnum. Til
margra er vitnað í sögunni, en hin munu þó vera miklu
fleiri, sem hann hefir ekkert fengið úr, en orðið samt að
rannsaka til þess að ganga úr skugga um, að ekki væri
neinu slept, sem taka þyrfti með. Síðan hefir hann orðið
að vinna úr þessu sundurlausa efni, raða því niður, velta
því til, sníða það og laga, svo að aðalatriðin drukkni ekki
í aukaatriðum eða bókin verði ólæsileg. Segja má, að
þetta hafi tekist vel. Niðurröðun efnisins er skipuleg, þótt
eitthvað megi sjálfsagt að henni finna. Og stíll Sigurðar
er ljós og léttur á þessari bók eins og öðru, sem hann
skrifar, ekki tilkomumikill, en viðkunnanlegur. Og sumar
af inyndum þeim, sem bókin bregður upp úr menningar-
sögu vorri, verða lesendunum ógleymanlegar. Svo er t. d.
um smásöguna um ekkjuna á Setbergi og heyhestinn handa
fálkafénu.
Útlit hverrar bókar skiftir jafnan máli. Saga Hafnarfj’arð-