Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 91
IÐUNN
Guðmundur Gíslason Hagalín.
85
sauðsvörtum almúganum, sem eyðir æfinni í tilbreyt-
ingarlausu striði og striti fyrir brauði dagsins. Því er
það, að Brennumenn, sem áttu að vera bók verkamann-
anna, hefir orðið bók um leiðtogana, en ekki um liðs-
mennina. Það er mikill heiður Laxness, að honum hefir
fyrstum tekist að gera höfðingja úr umkomulausri, ó-
breyttri verkamannsstelpu, án þess að snurfusa hana hið
minsta og án þess að gera hana á nokkurn hátt ó-
venjulega. Það er ekkert einkennilegt við Sölku; Völku
annað en það, að hún er stundum, stelpan, að flangsast
á buxum, í trássi við almenningsálitið i þorpinu. Dæmi
Laxness hefir nú, án efa, bent Hagalín inn á hina nýju
braut, opnað honum útsýn til nýrra bókmenta (hinna
amerísku), nýrra viðfangsefna og nýrra aðferða. Krist-
rún gamla mundi ekki þykja mikils háttar persóna,.
fremur en Salka Valka, vegin á venjulegri veraldarvog.
Og eins og Laxness hafði lagt eyrun við tali fólksins og-
notað margt orð og ofðatiltæki, sem ekki þótti áður
bókhæft, þannig hefir Hagalín í þessari síðustu bók
sinni lagt sér til alveg nýjan stíl, sem að allmiklu leyti
er tekinn af vörum gamla fólksins,*) sem alið var upp
við mælsku meistara Jóns og Passíusálmana, en að
sumu leyti hefir Hagalín lært þenna stíl af hinum forn-
frægu Vestfirðingum: Jóni Ólafssyni Indíafara og séra
Jóni þumlung. Er merkilegt að sjá, hver, áhrif þessi
miðaldarit í lærðum stíl hafa haft á nútímahöfunda:
Þórberg, Laxness, Kamban og Hagalín.
Þessi nýi stíll er hinn persónulegi stíll þeirrar gömlu
og góðu konu, og má heita, að bókin öll sé lögð henni
í munn eða a. m. k. í hennar hug og hjarta. Og stíllinn
er partur af gömlu konunni, speglar lífsskoðun hennar
*) Hapalín nefnir helzt til pess ömmu sina, Sigriöi Ólafsdóttur,
»Guggu gömlu" og Margréti Jónsdóttur, konu móöurbróöur sins.