Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 41
IÐUNN
Fórn Jefta.
3S
Meðan augu Jnn gleyma, hvað Líbanons lækur er tær,
meðan lognkyrðin svæfir þitt hjarta, sem enn þá slær,
Nú reikar hún dóttir mín náttlangt um bergið blátt,
unz brjóst hennar hnígur við siðasta andardrátt.
Hver stund, sem líður, er drúpandi og föl af feigð,
eins og fallin grein, sem var eitt sinn til jarðar beygð.
Pegar laufgolan pýtur um hálfrokkið húsið mitt,
mér heyrist hún spyrja: „Þvi drepurðu barnið þitt?“
Þegai slokknar á Nebó hin síðasta sólarglóð,
kemur svæfandi rökkrið sem streymandi fórnarblóð.
Þegar ljónin öskra og hindin úr fjöllunum flýr,
og jafnvel fuglinn skelfist, sem í ilmkrónu páimans býr,
þá berst skjálfandi ekki frá hamranna brúnu borg
á blæsins væng yfir Gíleaðs auðu torg.
í dag er hún liðin, hin kveljandi banabið.
Blaðgolan angandi syngur um dauðans frið.
Súlamít kemur! Sjá, rýtingsins bláa blað
er, blóðþyrst og glampandi, keyrt henni í hjartastað.
Og prestarnir kveikja á fjallinu fórnareld. —t
Það er friður á jörðu og austurlenzkt draumakveld.
Þessi gráleiti reykur, sem liðast um loftið tært,
er leifar þess eina, sem mér var á jörðu kært.
Sú frægð, er ég hlaut, er ég síðasta sigurinn vann
svíður mér heitar en loginn, sem hérna brann.
Ég er morðinginn Jefta! Sjá Súlamíts banablóð!
Ég bölva þér, Jahve, sem tignast af Israels þjóð.
Gudmundur Daníelsson
frá Guttormshaga.