Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 61
IÐUNN
Mannúðin í Vesiurheimi.
55
hlýtur þá nöfnin: Georg Washingtons-eldavél eða Frels-
is-eldavél, og föt unnin á ýmsum stöðum við svip-
uð skilyrði hljóta nöfnin:'Samúel frændi, Vesturheims-
■örninn, Stóri-Yank, Herinn og annað þar eftir.
Iðnaður fanga verður til við margvíslegt skipulag.
Algengast er, að samningur er gerður við félög ein-
stakra manna um að þau fái vissa tölu fanga í þjón-
ustu sína. Félögin setja þá niður vélar sínar í fangelsin,
draga að sér hráefni og setja þrælum sínum fyrir
ákveðin verkefni. Julian Leavitt hefir lýst þannig einum
slíkum samningi, sem gerður var í fangelsinu New
Haven County Jail:
Félagið New England Chair Co. fær óskifta starfs-
krafta hraustra manna, ásamt hita, ljósi og raforku og
loks ásamt vopnuðum varðmönnum, er gæti þess, að
fangarnir vinni, alt gegn 8 centa leigu fyrir manninn á
dag. — Árið 1923 gerðu 19 ríki samninga i ætt við
þenna, og vörur þær, er fangarnir unnu, töldust 30
milljóna dollara virði. Síðan hefir skipulagningin á iðju
fanga lítið breyzt.
Til er þó annað skipulag stórum verra, en eigi að
síður mikið tíðkað. Pá eru fangarnir leigdir út eða fram-
■seldir btiðlum síuum. Auðfélög þau, er fá slík fríðindi,
fá þá fullkomið húsbóndavald yfir hinum ógæfusömu
mönnum. Þau gæta þeirra, fíeða þá, aga þá og refsa
þeim, eins og þeim býður við að horfa. Líðan fanga,
sem eiga við þetta skipulag að búa, er sú allra versta,
sem þekkist nú á tímum. Enda þótt slík framleiga
ófrjálsra manna sé vítaverð að lögum í mörgum ríkj-
tim, þá viðgengst hún allmikið. Auk þess er hún lög-
leyfð, ef viss tegund fanga á hlut að máli, í North
Carolina, South Carolina, Arkansas, Lousiana, Florida
«g Kentucky. Florida lögbannaði þó framleigu fanga