Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 58
52
Mannúðin í Vesturheimi.
IÐUNN
Hann var að eins 19 ára gamall. Böðliar hans höfðu
gengið feti framar en ætlast var til og kvalið hann svo,
að hann gaf upp öndina.
Ætla mætti, að petta væri einstæður atburður, en
svo er ekki. Morð af pessu tagi eru algeng í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna. Fangarnir eru prælkaðir í hlekkj-
um og refsingum beitt af dýrslegri grimd. Það er á
margra vitund, en hitt vita færri, að um Bandaríkin öll
eru fangar svo skiftir hundruðum púsunda prœlkadir
grimmilega ödrum til hagsmuna — til hagsmuna fyrir
áðnrekendur, fyrir ríkin og óbeint fyrir stjórnmálamenn-
ina, að ógleymdri prælkun barna í barnahælum, ung-
lingahælum og öðrum pvílíkum kærleiksheimilum í
Bandaríkjum Vesturheims.
Vörur pær, sem unnar eru af föngum pessum, eru
seldar innan um aðrar markaðsvörur inn;an lands og
utan, í miskunnarlausri samkeppni við frjálsra manna
vinnu og án minsta tillits til pess, að 12 milljónir manna
hafa enga atvinnu. Samtímis og allur pessi sægur manna
gengur atvinnulaus og fer alls góðs á mis, eru fangar
prælkaðir miskunnarlaust. Stúlkur eru hengdar upp á
snaga eins og kjötskrokkar. Mönnum er kasað saman
eins og hræjum í daunillum kjöllurum, og peir látnir
lifa við vatn og brauð. Þeir eru hýddir, skotnir og
barðir til dauða, vegna pess að peim tekst ekki að
ljúka pví verki, sem fyrir er sett. Margir peirra, sem
pannig eru pjáðir og inyrtir, hafa komist í sakamanna-
tölu einungis vegna atvinnuleysis, hungurs og alls kyns
vandræða, sem atvinnuleysið hefir haft í för með sér.
Aðrir hafa lent í tálsnörum óhlutvandra manna og verið
dæmdir til fangelsisvistar og par með ofurseldir grimmi-
iegustu píslum. Enn aðrir hafa komist í fangelsi fyrir