Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 83
IÐUNN
Guðmundur Gíslason Hagalín.
77
Að vísu var hún jákvæð. Þar sem höfundur hafði áð-
111 vegsamað gildi hefndarinnar, þá sýnir hann nú í
Þessari bók fyrst og fremst fram á skaðsemi hennar.
Verður bókin þannig hvort tveggja í senn: boðun jafn-
aðarstefnunnar og ádeila á f>á aðferð postula hennar,
sem um of hefir viljað við brenna hvarvetna, að æsa
Upp hatur til fulltrúa hins gamla. Pað er margt af
góðum mannlýsingum í pessari bók, Hagalín mistekst
ekki að lýsa mönnum j>ar, heldur en endranær, og hann
hefir sömu samúðina og áður með kjarnafólki og mik-
ilmennum, og mestur maðurinn er, eftir alt saman, full-
Vúi gamla tímans, — heill, hvernig sem veltur, maður,
sem ekki hleypur frá gerðum sínum, en tekur ábyrgð-
inni af glæpum sínum með eins jöfnu geði eins og
Þann framdi j)á með köldu blóði.
En sagan bregzt vonum með j)vi, að hún hjakkar í
fornt far. Það er ekkert nýtt í henni. Sjónarmið hennar
nr gamalt og hafði verið notað af öðrum, er skrifuðu
um sama efni, t. d. Steini Sigurðssyni og Jóni Björns-
syni í Síormum (1923) og Jcifnadarmanninam.*) Jafnvel
grindin í sögunni var gömul og margnotuð af Jóni
Trausta (Leysing, Bessi gamli) og jæssum tveim áður-
hefndu höfundum. Og mannlýsingarnar eru ekki eins
góöar og Hagalín hafði tekist að gera j)ær í sumum
smaerri sagna sinna. Pær eru of einhæfar, litirnir ann-
hvort of glæstir eða of dökkir, en skortir algerlega
Þá skemtilegu skiftingu ljóss og skugga, sem Hagalín
annars kunni að ljá persónum sínum með j)ví að
varpa á j)ær kastljósi glettni sinnar.
í stuttu máli: ef nokkuð, sem Hagalín hefir skrifað,
*) Að visu komast þe?sar bœkur ekki i hálfkvisti við Brennumenn að
gaeöum.