Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 50
44
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
IÐUNN
En engin stúlknanna vildi fara um borð. Reiersen
er aftur strand. Hann er að' ámálga 'þetta í tvo
daga, en stöðugt árangurslaust. Loksins heyrir hann
kvenmannsrödd, sem segir:
— Ef þér getið nægst með mig, pá skal ég gera
það fyrir yður.
Það var Pálína, sem miskunnaði sig yfir hann.
Reiersen er á báðum áttum. Augað hennar Pálínu
hvílir á honum. Hvað átti hann að gera með hana? Loks
þakkar hann fyrir og slær til, Pálína stígur í bátinn.
Og stúlkurnar í fandi standa eftir og flissa.
1 hreinskilni sagt hafði það nú ekki verið ætlun
Reiersens að fylla káetuna af leiðinlegu guðsorði. Hann
hafði hugsað sér glaðan dag með kátum stelpum, staup-
um og hagldabrauði, eins og pegar hann var upp á
sitt bezta. Hvað átti hann nú að gera?
Hann tínir fram fatagarmana sína, upp úr kistum og
fram úr skotum, hann sækir fánann, og Pálína tekur
til starfa. Hún er mjög fámál. Reiersen skenkir henni
eitt staup, og hún drekkur úr því, en er jafn-pögul og
iðin eftir sem áður.
— Heyrðu Pálína, segir hann til að þóknast henni,
gott átt þú, sem hefir fundið guð.
— Pað segið þér satt, svarar hún. Pað er kominn
tími til þess að þér finnið hann líka.
Reiersen svarar:
— Pað gæti nú skeð að ég væri ekki eins fjarri því
og ég var hér áður.
— Segið þér satt? spyr hún.
— Já, mér finst það vera eins og eitthvað að lagast'
upp á síðkastið.
— Guði sé þökk fvrir það, segir hún.
En nú var sú gamla búin að fá málið, og hún heldur