Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 127
IÐUNN
Orðið er laust.
1211
lega vita alt“ (aví, avi). Engu að síður „hættir honumi
við að steypast kollhnís inn í önnur trúarbrögð, eins
og t. d. kommúnisma (i atvinnuskyni, kanski?) eða.
drekka sig blindfullan af vantrúarinnar cynicisma . . .
og segja jafnvel við sjálfan alheiminn: Þú ert asni“
(Hm.). Spurning ritskýrandans: „Gerir höfundurinn sér
krók út að sorphaugunum af þeirri einu svínsnáttúru,
að hann hefir ánægju af að róta í þeim?“ Á svarinu
við þessari spurningu og annari álíka sérkennandi fyr-
ir ritskýrandann „veltur það, hvort eitthvað (sic) skáld
er skóbótar virði eða ekki“. „Óneitanlega fær maður
iðulega það bragð á tunguna af að lesa H. K. L., að
mannlífið sé raunar einn allsherjar sóðalegur sorphaug-
ur bófa og illræðismanna." 0. s. frv., o. s. frv.
Ég vona, að hr. B. K. gangi þess ekki dulinn, að. það
einkennir hann, en ekki mig, hvað hann sér í bókum
mínum og hvernig hann sér það, hvað hann hefir yfir-
leitt uppeldi og innræti til að taka á móti. Ég óska
þessum unga atvinnutrúmanni til hamingju. Það er
fróðlegt að heyra af dómum manna í hvers þjónustu
þeir standa. Mér er ekki launung á því, að ég hefi
orðið fyrir dálitlum vonbrigðum einmitt um hr. B. K.
Ég átti ekki von á því, að rit mín mundu verða til að
varpa á hann þessu ljósi.
Seinni athugasemd: Morgunblaðið neitaði um upptöku
þessarar greinar, sem gerir að vísu lítið til. Hitt er
leiðinlegra, að menn halda uppteknum hætti að skrifa
um bækur í benjamínsstíl, eða svipað og drukknir
menn væru að rífast út af ágangi í réttum. Er þar
skemst að minnast skrifa hr. Símons Ágústssonar unr
hið svonefnda sálmabókarmál í Alþýðublaðinu í sumar.
Hr. S. Á., sem er að mentun fagurfræðingur og hefir
einkum numið í París, þeirri menningarborg, þar sem