Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 43
IÐUNN
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
37
en á innsiglingunni er hann aðmíráll á dreka sínum og
skipar fyrir með prumuraust.
— Akkerið út! skipar aðmírállinn.
Og akkerið fellur.
Skarkalinn af akkerisfestinni glyniur í kapp við raust
sævíkingsins. En tímarnir hafa breyzt. Póstskipin eru
farin að reka við í kauptúninu, og fólkið metur nú ekki
lengur gamlar og æruverðar fiskduggur að neinu. Þeg-
ar krakkarnir, sem voru að leika sér inni við naustin,
heyrðu að akkerið féll, litu pau sem snöggvast út á
voginn, og héldu svo áfram leik sínum, alveg eins og
þau hefðu sagt hvort við annað, að það væri bara hann
Reiersen með dugguna sína.
Þegar önnum dagsins var lokið, duggunni lagt og há-
setarnir gengnir til náða, sat skipstjórinn einn á þilj-
um og horfði út á voginn., Nóttin var björt og hlý, sólin
brá gullnum glampa á vatnið. Hann þekti hvert sker
og átti sér endurminningar um þau öll; þegar til kast-
anna kom hafði liann átt sína glöðustu æskudaga
hérna, þessa þrjá sumarmánuði á hverju ári, er hann
lá hér og þurkaði fisk. Hér var hann mestur virðinga-
maður, það sem hann vildi varð fram að ganga, ekk-
ert var honum ófært. Hann fór til kirkju á sunnu-
dögum til þess að sýna sig og sjá aðra, og æfinlega var
heill hópur af stúlkum í fyigd með honum á heimleið-
inni. Þegar sjóara-æskan efndi til dansleika á björtum
sumarnóttum, sást undir eins til Reiersens inn voginn
á kænunni sinni; hann stóð uppréttur í skutnum, salla-
fínn og með gljáandi skó, en matsveinninn eða einhver
annar af hásetunum reri með hann í land. Hann danzaði
eins og hetja, og káetulyktin af fínu, bláu fötunum:
hans gerði stúlkunum heitt í liamsi, Jú, Reiersen var
margt til lista lagt, og auk þess var hann allra vinur;