Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 116
110
Lærður og leikur.
IÐUNN
albúinn, í félagi vð Georg Brandes, að skipuleggja
heimsfriðinn á hálfum mánuði.
Skrumari? Skottulæknir? Afglapi? — Ekki út af..
Alls ekki. Fjölmentaður gáfumaður, ef til vill helzti
bjartsýnn og bernskur. Að minsta kosti léttlyndur
galgopi — jþað ætti þó að vera óhætt að segja um
hann.
Sérfræðingur — það er hann ekki. Pað vill hann
heldur ekki vera. Að eins rithöfundur. Hugsjón hans
er hin sama og Brandesar: Örninn, sem flýgur hátt og
skoðar „vítt of veröld hverja".
Nú er ekki hér með sagt, að ég líti á Wells sem
fyrirmynd nútíma-rithöfunda i einu og öllu. Pvert á
móti er ég ekki ófús til að kannast við, að stundum er
hann — með líkum hætti og Shaw — frekar skrípa-
mynd af rithöfundi. En Wells á þó í fórum sínum
flest það, sem einkennir okkar tíma. I honum brjótast
öfl tímans, vitfirring hans og vísdómur. Við blaðamann-
inn á hann það sameiginlegt, að honum er ekkert
heilagt — nema hin virka hugsun, hreyfingin, lífið..
Það, sem gerir veraldarsögu hans að merkilegri bók,.
er ekki viðburðarásin eða hin sögulegu heimildaratriði,.
sem hann hefir viðað að sér frá hinum eiginlegu sagna-
riturum, grúskurunum, heldur hans eigið viðhorf —
ljós það, er hann sjálfur varpar yfir persónur sögunnar
og atburði. Viðhorf hans er andhælisháttur, kastljós
hans villuljós, mun einhver .segja. En allir þeir, sem
hafa orðið fyrir áhrifum af bók hans ,— vekjandi,
eggjandi eða frjóvgandi áhrifum — munu verða sam-
mála um það, að einmitt hann sé rétti maðurinn til
þess að skrifa mannkynssögu.
Og því spyrjum við ekki um það, hvort listdóm-
arinn kunni að mála eða hvað ritdómarinn hafi lesið.