Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 9
Kirkjuritið. Kirkjufundur. 263 Páll postuli verður ekki strikaður ut úr sögu mannkynsins. Bandinginn, sem sendir frá sér yl kærleikans og birtu hinnar hjartanlegustu lofgjörðar, þrátt fyrir fjötra og fangelsi — hann mun aldrei gleymast stríðandi mannanna börnum. En þetta er ekki svo um Pál einan. Minnumst píslarvottanna, er sungu lofsöngva i stað þess að óttast. Minnumst Lúthers í Worms frammi fyrir hinum voldugu ó- vinum. Minnumst séra Jóns Steingrímssonar, er hann messar, þegar Skaftáreldarnir runnu að kirkjunni. Eru þetta ekki alt sögulegar staðreyndir? — Og vér vitum, að þær eru óteljandi slikar staðreyndir á öllum öldum kristninnar — staðreyndir, sem vitna skíru máli um hjálpræði trúarinnar, kraft og öryggi, er staðist getur hina þyngstu raun. Krafturinn, sem Páll talar um og biður um, að gefist mönnum, h'ann hefir fallið þeim í skaut og gert þá máttuga, hugbjarta og sigurvissa — i mjög mismunandi mæli að vísu, en þó þráfaldlega svo, að sag- an geymir minninguna sem leifturbjarta staðreynd. Þetta er ekki kenning ein. Þetta er vitnisburður sögunnar. Það er lífið sem talar. En í samtíð vorri kveða við undarlegar raddir, er gerast háværar viða i löndum kristninnar — raddir, er segja þetta alt til heyra liðinni tíð. Vér hlustum á þær raddir og fyrir getur komið, að vér liöldum að menn þarfnist ekki lengur þessa máttar, er postulinn biður um þeim til handa; menningin, framfarirnar og breytt skipulag geti komið í staðinn fyrir hann, og geri hann óþarfan. En myndum vér ekki samt — þrátt fyrir breytta tima — enn vera á því stigi þróunar, sem er háð synd, þjáningu og dauða? Á ekki hver kynslóð, sem rís, í höggi við þetta alt alveg eins og fyrri kynslóðir? — Myndi rétt að vinna að því að torvelda eða loka vitund manna fyrir þeirri hjálp í þessari viðureign, sem bezt hefir reynst til þessa og staðreyndir sögunnar vitna um? Mér kemur i liug annar fangi, maður úr samtíð vorri. Syndin hafði gjört þjóðfélagið að óvini hans. Hann er settur i varð- hald. En á veggnum í klefa hans hangir mynd af Kristi. — Morg- un einn finnur fangavörðurinn hann krjúpandi frammi fyrir Kristsmyndinni og tárin streyma af augum hans. — Hvað hafði gerst um nóttina? Fanginn segir frá því síðar. Iiann hafði vakað og horft á Iíristsmyndina — og við áhrif hennar og hugsanir, er hún vakti i sálu hans, kom hann til sjálf sín. Hann sá Jesú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.