Kirkjuritið - 01.07.1936, Qupperneq 31
Kirkjuritið.
Kirkjufundur.
285
Það myndi færa birtu og yl yfir landið alt, skapa iíf og gróður
þar, sem áður var „örfoka jörð“. Finnum vér ekki heima í hverri
sókn, hve þetta væri nauðsynlegt. Viljum vér ekki liefja samtök
um það, að styðja presta og kirkju lands vors i því, að sýna enn
á ný og áþreifanlega, að kristindómurinn hefir enn i sér fólginn
þann súrdeigskraft, sem sýrir alt deigið.
Á almennum kirkjufundi í fyrra töluðum vér um samtök og
samvinnu í þessa átt. Enn hefir of lítið verið aðhafst í því að
þreifa sig áfram á þessari braut, sem þar var bent á. Og enda
þótt fátt sé örugt og ágætt, þá býsl ég þó við, að ferðalög til safn-
aðanna geti gert nokkurt gagn, þó það sé heimska að hugsa sér,
að þau geti valdið straumhvörfum i einu vetfangi. Fyr mætti nú
gagn gera. Ég er viss um, að þau geta gert mikið gagn, ef vei er
á haldið. En einn sá mesti vinningur, sem þau í fljótu bragði
skapa, er só, að liægt er vegna kynningarinnar að ná sambandi,
við liina áhugasömustu krafta hverrar sóknar í þessum málum.
Og það þarf að leggja alúð við að lialda því sambandi, sem svo
leiðir tii almennra órjúfandi samtaka alls ]>essa áhugafólks um
land alt. Það þarf að verða takmark vort. Þannig erum vér sam-
einaðir, og stöndum. Án þess erum vér sundraðir og föllum,
eins og nú er komið voru kirkjulega starfi.
Ég vona, að þessi fundur og liinir árlegu fundir vorir færi oss
saman, auki oss vo’n og þrótt í þvi nauðsynlega og þýðingarmikla
starfi, að sameina alla kristindómsvini til sóknar og varnar um
málefni kirkju vorrar.
Um þetta mál urðu miklar umræður. Yar kosin nefnd í það og
bar liún fram þessa tillögu:
„Almennur kirkjufundur fyrir Sunnlendingafjórðung 1930 telur
mjög æskilegt, að kirkjuráðið og' undirbúningsnefnd kirkjufunda
hlutist til um, að jafnan sé val á hæfum mönnum til að ferðast
um prófastsdæmin kirkju og kristindómi til eflingar. Séu ferðir
þessar farnar eftir ósk prófasts eða liéraðsfundar í hlutaðeigandi
prófastsdæmi, er sjái um undirbúning þessa starfs i liéraði“.
Tillagan var samþykt í einu liljóði.
. . Áður en umræður liófust eftir hádegi, flutti
Érmdi Stems steinn Sigurðsson rithöfundur frá Hafnarfirði
Sigurossonar. erjn(jj um upprisu Jesú Krists. Var það fagurt og
prýðilega vandað bæði að efni og orðfæri. Því lauk með bæn.
Sálmur var sunginn á undan og eftir.
. Næsta mál var kirkjan og útvarpið. Pélur Sig-
írKjan og urðsson kennimaður var frummælandi og lagði
útvarpið.
það til, að stofnað yrði kirkjulegt félag útvarps-