Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 49

Kirkjuritið - 01.07.1936, Page 49
KirkjuritiS. Prestastefnan. 303 tilliti. En það seni gerir þessi vanskil á greiðslum til sjóðsins tilfinnanlegust er, að vegna þeirra verður að taka fyrir lánveit- ingar úr sjóðnum, því að það liggur í hlutarins eðli, að ekki tjáir að binda eignir kirkna svo algerlega í lánum, að ekki verði á hverjum tíma liægt að svara út innieignum kirkna, sem eiga portionir sínar geymdar í sjóðnum, þegar þær þurfa á því að halda. En þvi drep ég á þetta, að ég vildi mega skora á presta og prófasta, að vera mér innan handar með að minna sóknar- nefndir og reikningshaldára kirkna á skyldur sínar, hvað þetta snertir; því að hitt er ekki síður tilfinnanlegt, ef ég, vegna van- skila, neyðist til að taka fyrir allar lánveitingar til kirkna, sem ég þó hefi orðið að gjöra að mestu leyti það, sem af er þessa almanaksárs. .... Á næsta hausti heldur danska kirkjan minningarhátíð í tilefni 400 ára afmælis siðbótarinnar, og hefir þegar talast svo til, að ég kæmi þar fram sem fulltrúi íslenzku kirkjunnar. Að endingu vil ég láta þess getið, að samkvæmt lögunum um aldurshámark embættismanna hefði biskupsstörfum mínum átt að vera lokið nú frá 1. næsta mánaðar, þar eð ég nú hefi fylt 70. árið. En í lok fyrra mánaðar fékk ég svo hljóðandi bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: „Hérmeð er yður, liáæruverðugi herra, til vitundar gefið, að ráðuneytið óskar þess, að þér gegnið biskupsembættinu yfir ís- landi um óákveðinn tíma, unz öðruvísi kann að verða ákveðið. Hermann Jónasson“. Samkvæmt þessum tilmælum stjórnarráðs mun ég með Guðs hjálp gegna embætti mínu áfram fyrst um sinn og vænti ég þess, að ég fái áfram að njóta þess trausts og þeirrar velvildar, sem ég í svo ríkum mæli hefi notið frá því, er ég fyrst tókst þetta embætti á hendur, og það enda þótt mér liafi ekki fremur en öðrum tek- ist að vinna verk min svo að öllum likaði. í sambandi við skýrslugjörðir um messur og , , S | messuföll bar prófessor Ásmundur Guðmunds- s ýrslui. Son fram svo hljóðandi tillögu: „Prestastefnan litur svo á, að jákvæð skýrsla presta úm messur gjöri óþarfa með öllu hina neikvæðu um messuföll". Samþykt í einu hljóði. Formaður barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar, séra Guðmundur Einarsson, skýrði frá störfum nefndarinnar á liðnu starfsári og lagði fram reikning barnaheimilissjóðsins fyrir árið 1935 ásamt fylgiskjölum. Nefndin hefir gefið barnaheimilinu Sólheim- Skýrsla barnaheimil- isnefndar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.