Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 9

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 9
Kirkjuritið. Stríðskirkja Noregs. 183 nieð Guði og berum fram fyrir hanu í bæn alt, sem vér þráum. Þótt ekki séu fleiri en tveir saman i húsi, þá taki þeir þátt í þessari bæn. Sá, sem er einn og bundinn við skyldustörf, getur einbeitt hugsunum sínum til Guðs. Allir verða að vera með. Vér verðum að vita það og iinna, að Kristur veitir styrk við sambænina. Texti dags- >ns er Jes. 55, 6—7. Þar geta hugsanir vorar fundið leið- lieiningu og huggun: Leitið drottins, meðan hann er að f>nna, kallið á hann, meðan bann er nálægur. . . . Nor- egur iðrist og biðji fyrir þjóðinni og mannkyninu öllu. Megi blessun Guðs hvíla yfir þessari stund.“ III. I vetur, sem leið, gáfu landstjórinn og Quisling-stjórnin ut fyrirskipun um það, að allir norskir piltar og stúlk- ur á aldrinum 12—18 ára skvldu ganga í æskulýðsfélags- skap Nazista og liljóta þar uppeldi samkvæmt grund- vallarreglum þeirra. Ennfremur var öllum kennurum boðið að baga fræðslu sinni og uppeldisstarfi í sama auda. Starfsmönnum kirkjunnar var einnig ætlað að styðja að þessari nýskipun og bvetja foreldra til þess uð senda börn sín i æskulýðsfélögin. Þessi lagaboð vöktu ^ina mestu gremju um endilangan Noreg, og bæði prest- ar og kennarar neituðu að hlýða. .Höfðu biskupar for- vstu fyrir prestunum, og var Berggrav fremstur í fylk- 'ugarbrjósti. Fvrir kennurum var Kvalheim, formaður ivennarasambandsins, og var liann innan skamms settur 1 varðhald og fleiri kennarar með honum. En fylkingar kenriara riðluðust ekki að heldur. Allur þorri þeirra reynist trúr þjóð sinni og kirkju þrátt fyrir afsetningu Ur embætti og eignatjón, ofsóknir og ofbeldi, fangelsi °g ógnanir um að verða sendir í þrælkun til Finnlands, Norður-Noregs eða Þýzkalands. Mótspyrna kirkjunnar er bæði börð og almenn. Kom það þegar í ljós sunnudaginn 1. febr. með þeim hætti, að frægt er orðið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.