Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 10
184 Ásmundur Guðmundsson: Júní-Júli.
Þann dag messaði að boði kirkjumálaráðuneytisins
Nazistaprestur einn í dómkirkjunni í Niðarósi. Kom það
fyrir ekki, þótt bæði biskup og dómprófastur andmæltu.
Má geta því nærri, að ekki hefir sú messa verið fjöl-
sótt. Litlu siðar skyldi dómprófasturinn, Arne Fjellbu,
messa, og streymdi þá að múgur og margmenni. En er
allmargir voru gengnir í kirkjuna, kom lögreglan og
varnaði hinum inngöngu. Þá hófu þúsundirnar söng
fvrir framan kirkjudyrnar, og voru í þeim flokki flestir
prestar úr Þrændalögum. Fyrst sungu þeir sálminn:
Vor Guð er borg á bjargi traust, þá ættjarðarsálminn:
Guð blessi vort ástkæra ættarland, og loks norska þjóð-
sönginn. Óumræðileg brifning fór um hugina. Þegar
þessum volduga söng lauk, varð djúp þögn, og blikaði á
tár í mörgu auga. Síðan gekk Stören Þrándheimsbiskup
út úr kirkjunni og bað menn lialda heim til sín. Létu
allir þegar að orðum lians. En inni í kirkjunni messaði
dómprófastur yfir þeim, sem þangað liöfðu komist. Á
eftir sendu þeir biskup stjórninni kæru út af því. að
brotin hefðu verið lög á söfnuðinum með því að banna
honum að sækja Guðs liús og hlýða á Guðs orð. En
kirkjumálaráðuneytið svaraði því til, að guðsþjónustan
hefði verið bönnuð, því að kirkjuna liefði átt að nota
til áróðurs gegn stefnu stjórnarinnar. Þeir biskup og
dómprófastur kváðust aftur á móti enga skipun bafa
fengið um það að hætta við guðsþjónustuna, og and-
mæltu ofbeldinu enn á ný harðlega.
IV.
Við þessi átök i Þrándheimi og aðra atburði ekki ó-
áþekka þeim befir enn breikkað djúpið i milli kirkj-
unnar og ríkisvaldsins. Allir norsku biskuparnir bafa
neitað samvinnu við þá stjórn, sem beiti kirkjuna oí-
beldi, og prestarnir og prófastarnir um allan Noreg'
fylkja sér um biskupa sína. En stjórnin herti á ofbeld-
inu og ofsóknunum, og um dymbilviluina og páskana