Kirkjuritið - 01.06.1942, Síða 12
186
Ásmundur Guðmundsson:
Júni-Júli.
Grundvöllur kirkjunnar.
„Um verk Guðs, frelsi vort og skyldu vora: Vér vott-
um það, að Heilög' ritning er grundvallarlög og leiðsögn
um andlega fræðslu og kristilegt líf, og vér erum sann-
færðir um það í lijörtum vorum, að evangelsk-lútersk
játning er oss sannur og réttur leiðarvísir i trúarefnum.
Vér lýsum þessvegna yfir þvi, að það sé æðsta skylda
vor við Guð og menn að boða orð Guðs óskert og ó-
mengað oss til huggunar, leiðbeiningar um æfina og
sáluhjálpar eftir dauðann — án þess að taka tillit til
þeirra, er kann að falla það miður. Hér stöndum vér
samkvæmt hoði Guðs, þjónar kirkjunnar, og vér getum
því ekki tekið við fyrirskipunum frá öðrum en kirkj-
unni um það, hvernig vér eigum að prédika Guðs orð,
þegar sérstaklega stendur á. Vitnisburðurinn frjálsi um
hoðskap Guðs verður að vera súrdegið í lífi allra manna.
Enginn jarðneskur máttur né myndugleikavald getur
reist neinar skorður gegu kirkjuskipuninni né réttind-
um vorum til þess að vinna verk Guðs eða vera þjónar
að hoðun fagnaðarerindisins. Vér höldum fram frelsi
Guðs orðs og lýsum vfir því, að því orði eigum vér að
lúta“.
Kirkjati og vígslan.
„Um kirkjuna og vígslu vora: Vér trúum því, að kirkj-
an sé samfélag trúaðra manna alstaðar þar sem fagn-
aðarerindið er prédikað og helgisiðir kirkjunnar og
sakramenti eru réttilega um hönd höfð. Drottinn vor og
frelsari hefir sjálfur grundvallað kirkju sína, og hún
getur aldrei orðið verkfæri i hendi nokkurs jarðnesks
valds. Herra kirkjunnar er Jesús Kristur. Kristinn söfn-
uður verður að geta komið salnan í fullu frelsi í Guðs
húsi, og enginn liefir rétt til að varna honum þess. I
Biblíu vorri og játniiigarritum höldum vér því fram, að
Kristur hafi sjálfur skipað þjória sína í kirkju sinni —
þá, sem nefndir eru trúhoðar, kennendur og prestar.
Kirkjan hefir sína postullegu helgisiði til J)ess að helga