Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 15

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 15
KirkjuritiS. Stríðskirkja Noregs. 189 gegn Guði af ríkinu að beita sálir harðstjórn og reyna að ákveða, hverju menn eigi að trúa, hverju þeir skuli játa, og hvað þeim eigi að finnast samvizkan skuldbinda þá til, því að ef ríkið leitast við að beita sálirnar ofbeldi eg fjötra þær í þeim efnum, er samvizkuna varða, þá mun ekki leiða af því annað en vanhelgun samvizkunn- ar, rangindi og ofsóknir. Réttlátir stjórnendur eru náð- argjöf Guðs, og' vér lýsum því yfir með postulanum, að sainvizka vor skuldbindi oss til að hlýða þeim í öllum timanlegum efnum. í orðunum, „vegna samvizkunnar“ felst sú merking, að vér hlýðum yfirvöldunum fvrir sakir Guðs, og að vér eigum þessvegna að lilýða fremur táiiði en mönnum. Fyrir því stendur kirkjan stöðug á grundvelli Heilagrar ritningar og trúarjátningar vorrar, þegar krafist er fullveldis yfir samvizkum manna og °ss er neitað um réttinn til þess að hegða oss í öllum greinum í samræmi við vilja Guðs og samvizku kristins luanns. Vér vottum hlýðni vora við myndugleikavald hiblíunnar einnig yfir tímanlegum efnum“. „Um ríkiskirkjuna: Þótt ltirkja vor sé í sambandi við Hkið. þá er hún engu að síður kirkja Jesú Krists, and- lega frjáls og fullvalda í öllum guðlegum efnum. Ríkið getur aldrei orðið kirkjan. Rikið verður i kirkjustjórn sinni að eiga samstarf við kirkjuna sjálfa og virða eðli hennar: Hún er samfélag' reist á trúarjátningu. Þetla stendst einnig, þegar um jarðnesk gæði er að ræða. Vér höldum fast við andlega frjálsa kirkju Jesú Krists og 'öljum eiga samvinnu við þau yfirvöld, sem stjórna mál- l*m kirkjunnar og vernda hana í samræmi við orð Guðs °g vitnisburð.“ VI. Fregnin um djörfung og hugprýði norsku prestanna vakti þegar hrifningu um land alt og aðdáun annara þjóða. Erkibiskupinn nýi af Kantaraborg lét það verða rftthvert fyrsta embættisverk sitt að senda norsku kirkj- l*nni og norsku þjóðinni kveðju og votta henni samhug.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.